2 tonn af lýsi fóru í sjóinn í Fáskrúðsfirði

2 tonn af lýsi fóru í sjóinn í Fáskrúðsfirði

Samkvæmt frétt á Rúv.is í dag töpuðust 2 tonn af lýsi í sjóinn sl. laugardag og er nokkuð um grútarblautan fugl í fjörunni. Haft er eftir Magnúsi Ásgrímssyni, verksmiðjustjóra Loðnuvinnslunnar að krani hafi gleymst hálf opinn þegar verið var að skipa út lýsi.

“Um leið og lekinn uppgötvaðist hafi viðbragðsáætlun verið sett af stað. Sóda hafi verið stráð í fituna og hún felld til botns. Samkvæmt upplýsingum frá sjónarvottum er fita í fjörunni við leirurnar innst í firðinum og við smábátahöfnina. Grútarblautar æðarkollur hafa sést og æðarungar hafa lent í menguninni og drepist. Segir í frétt Mbl.

Það var í fyrra haust, eða fyrir 8 mánuðum síðan, að við greindum í máli og myndum frá grútarmengun í Fáskrúðsfirði, þá mengun mátti einnig rekja til yfirsjóna í rekstri Loðnuvinnslunnar. Sjá hér. Sjá hér


Tengdar greinar

Mótorhjólatöffarar á Suðurlandi…..

….héldu sína árlegu sýningu sumarið 2010 – Þetta rifjast upp, nú í skammdeginu, þegar rok og rigning er upp á

Hestamenn og áhugafólk um hestamennsku í Fáskrúðsfirði skora á Fjarðabyggð

Hestamenn og áhugafólk um hestamennsku í Fáskrúðsfirði hafa sent Fjarðabyggð áskorunarlista með 90 nöfnum, þar sem skorað er á bæjaryfirvöld

Raforkusala til útlanda

Furðuleg hugmynd er að selja raforku með sæstreng til útlanda. Hér á landi er hreint loft, ómengaður jarðvegur og tært

Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!