2 tonn af lýsi fóru í sjóinn í Fáskrúðsfirði

2 tonn af lýsi fóru í sjóinn í Fáskrúðsfirði

Samkvæmt frétt á Rúv.is í dag töpuðust 2 tonn af lýsi í sjóinn sl. laugardag og er nokkuð um grútarblautan fugl í fjörunni. Haft er eftir Magnúsi Ásgrímssyni, verksmiðjustjóra Loðnuvinnslunnar að krani hafi gleymst hálf opinn þegar verið var að skipa út lýsi.

“Um leið og lekinn uppgötvaðist hafi viðbragðsáætlun verið sett af stað. Sóda hafi verið stráð í fituna og hún felld til botns. Samkvæmt upplýsingum frá sjónarvottum er fita í fjörunni við leirurnar innst í firðinum og við smábátahöfnina. Grútarblautar æðarkollur hafa sést og æðarungar hafa lent í menguninni og drepist. Segir í frétt Mbl.

Það var í fyrra haust, eða fyrir 8 mánuðum síðan, að við greindum í máli og myndum frá grútarmengun í Fáskrúðsfirði, þá mengun mátti einnig rekja til yfirsjóna í rekstri Loðnuvinnslunnar. Sjá hér. Sjá hér


Tengdar greinar

RÚV í góðum málum – Tvær kvikmyndir þeirra Ethan og Joel Coen….

…og sú þriðja í kvöld. Ég tek ofan fyrir RÚV. Í gærkvöldi sýndi sjónvarpið okkur tvær af myndum þeirra bræðra,

Kjarabaráttan framundan

Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra sagði í sjóvarpsviðtali á RÚV, að nú sé einstakt tækifæri til að halda áfram að auka

“Best fyrir” stimplun matvöru – framhald

Samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands, er versluninni Samkaup Strax á Fáskrúðsfirði, leyfilegt að selja rúsínupakka sem er kominn 9 mánuði

Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!