2 tonn af lýsi fóru í sjóinn í Fáskrúðsfirði

2 tonn af lýsi fóru í sjóinn í Fáskrúðsfirði

Samkvæmt frétt á Rúv.is í dag töpuðust 2 tonn af lýsi í sjóinn sl. laugardag og er nokkuð um grútarblautan fugl í fjörunni. Haft er eftir Magnúsi Ásgrímssyni, verksmiðjustjóra Loðnuvinnslunnar að krani hafi gleymst hálf opinn þegar verið var að skipa út lýsi.

“Um leið og lekinn uppgötvaðist hafi viðbragðsáætlun verið sett af stað. Sóda hafi verið stráð í fituna og hún felld til botns. Samkvæmt upplýsingum frá sjónarvottum er fita í fjörunni við leirurnar innst í firðinum og við smábátahöfnina. Grútarblautar æðarkollur hafa sést og æðarungar hafa lent í menguninni og drepist. Segir í frétt Mbl.

Það var í fyrra haust, eða fyrir 8 mánuðum síðan, að við greindum í máli og myndum frá grútarmengun í Fáskrúðsfirði, þá mengun mátti einnig rekja til yfirsjóna í rekstri Loðnuvinnslunnar. Sjá hér. Sjá hér


Tengdar greinar

Íslenska krónan í gegnum tíðina

Myntbreyting varð um áramót 1980-1981. – Gamla krónan þótti hin mesta drusla sem ekkert fékkst fyrir og var því gripið

Endurbætur við smábátahöfnina á Fáskrúðsfirði

“Hafnar eru framkvæmdir við umhverfi smábátahafnarinnar á Fáskrúðsfirði. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir standi yfir í haust og vor

Vistabönd – Þrælahald

Galeiðunni er róið af þegnum sem eru þiggjendur og nefnast launþegar, lánþegar, barnabótaþegar, örorkuþegar og ellilífeyrisþegar. Ólán þessa fólks er

Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!