Aðkoma að bæjarkjörnum – Fáskrúðsfjörður

Aðkoma að bæjarkjörnum – Fáskrúðsfjörður

SONY DSCÞegar sveigt er af þjóðvegi eitt, í átt að Fáskrúðsfirði er fyrst komið að afleggjara að hesthúsunum. Nokkrum metrum utar, nær þorpinu er annar afleggjari niður að sorpmóttöku staðarins. Lítið er út á hesthúsahverfið og sorpmóttöku að setja, svona úr fjarlægð. Við sorpmóttöku eru háar aspir sem fela hana nánast að sumarlagi.

SONY DSCVið vegamótin að sorpmóttökunni, er hins vegar iðnaðarhús sem hefur til skamms tíma framleitt klóakrör. þau má sjá á víð og dreif í kringum húsið, sum hafa verið máluð í skærum litum, ‘-hugsanlega til að gera þau ásýnilegri í augum vegfarenda. Þar utar, handan hússins má líta tæki og tól, sem tilheyra áhaldahúsi bæjarins og fleirum.

SONY DSCSé för haldið áfram, komum við næst að fallegri tjörn, sem nýverið fékk tyrfða bakka og göngustíg. Gott og þarft framtak. – Við þorpsmörkin komum við síðan að iðnaðarhúsum, þar sem huga mætti að útliti. Ruslagámar á lóð og stórt vinnuvéladekk hangir á staur við veginn. Eitthvað sem er lítið augnayndi þegar komið er inn í bæinn. – Þarna mætti setja upp þil og gróðursetja hávaxin tré fyrir framan, og eða taka til á lóðum. – Að öðru leiti er bærinn til fyrirmyndar. Ný og endurbætt smábátahöfn kemur til með að bæta sjónræna aðkomu enn frekar.


Tengdar greinar

Umhverfisstofnun ávítar Fjarðabyggð fyrir óvandaða stjórnsýslu

Umhverfisstofnun hefur ávítað stjórn Fjarðabyggðar og segir skort á vönduðum stjórnsýsluháttum sveitarfélagsins hafa stuðlað að því að listamanni var leyft

Hvað er hér fyrir mig?

….hugsar ferðamaður á leið sinni um þjóðveginn. Hann er staddur á gatnamótum Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar á leið sinni norður hringveginn

Myndun meirihluta í bæjarstjórn Fjarðabyggðar er lokið

Fjarðalistinn og Framsókn og óháðir í Fjarðabyggð hafa náð saman um málefnasamning um myndun meirihluta í bæjarstjórn Fjarðabyggðar fyrir komandi

Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!