Áherslur í snjómokstri og hálkuvörn

Áherslur í snjómokstri og hálkuvörn

Það vekur almenna aðdáun hversu vel er staðið að snjómokstri hér i Fáskrúðsfirði. – Ég hitti þó mann sem agnúaðist út í að sanddreifing væri engin. Hann sagði tækin fara hring eftir hring um þorpið og skafa klakabrynjaðar göturnar þar til allur snjór væri af þeim. Eftir stæði, að losna við hálku með sanddreifingu á gangstíga og götur.

Við ræddum þetta í smá stund og komumst að þeirri niðurstöðu að bæjarfélagið væri að spara eftirvinnu við að hreinsa upp sand af götum þegar hlánaði í þorpinu.


Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!