Austurbrú ses – Ég um mig frá mér til mín

Austurbrú ses – Ég um mig frá mér til mín

austurbruUndarleg stofnun Austurbrú, hún er að hluta rekin af skattfé okkar, hún er hátimbruð og úr takt við mannlíf og fyrirtæki á Austurlandi. Undir slagorðunum: Þekking – Þróun – Þjónusta, gæla stjórnendur við útópískar hugmyndir um klasaþróun, Vaxtarsamninga, menningarsamninga, sóknaráætlanir og mannaskiptáætlanir norðurlanda og er þá fátt eitt talið. – Stofnunin ætlar sér stóra hluti, en hefur ekki fundið skó sína og mal. Hún er á byrjunarreit og þekkir hvorki leiðina eða takmarkið. Hún er að hluta til fórnarlamb excel- og PowerPoint vinnuferla sem enda í fallega innbundnum skýrslum upp á hillum. – Austurbrú er dæmi um að bókvitið verður ekki í askana látið. – Hún er vettvangur smákónga, dæmd til sundrungar nema róttækar breytingar eigi sér stað, ef vel á að fara.

“Stofnfundur Austurbrúar var haldinn 8.maí 2012 á Reyðarfirði. Ríkisstjórn Íslands mætti á stofnfundinn og kom þar fram í ávarpi forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, að með stofnun Austurbrúar væri stigið mikið framfaraskref í landshlutanum með sameiningu á þjónustu tengdri byggða- og atvinnuþróun, menntun, rannsóknum, menningu og málefnum ferðaþjónustunnar. Jóhanna taldi að stofnun Austurbrúar gæti orðið öðrum landshlutum fyrirmynd. Með slíkri stofnun væri kominn upp vettvangur fyrir sameiginlega stefnumótun og vettvangur fyrir bein samskipti og samstarf landshluta við ríkisvaldið.” segir á vefsvæði Austurbrúar.

Yfir 30 stofnaðilar eru að Austurbrú, þar á meðal eru öll sveitarfélögin á Austurlandi, allir háskólar landsins, helstu fagstofnanir, stéttarfélög og hagsmunasamtök atvinnulífsins, framhaldsskólar og þekkingarsetur á Austurlandi.

Fráfarandi formaður, Karl Guðmundsson framkvæmdastjóri sagði á ársfundi um mitt ár 2013. “Það eru ekki allir með sömu hugmyndir um starfsemi stofnunarinnar en lykillinn að góðu starfi felst í starfsmönnum stofnunarinnar. Mjög miklar væntingar hafa verið gerðar til stofnunarinnar sem er samt að einhverju leyti hulin þokuskýi. Stofnunin á eftir að vinna ýmislegt innan húss hjá sér og einnig að skoða hvar er hægt að leita samstarfs osfrv. Starfið á sviðunum gengur vel og allt í góðri virkni þó væntingar séu alltaf um eitthvað betra. Það þarf að efla tengslanet og gæði. Á árinu munum við væntanlega komast út úr þessu þokuskýi sem umlykur okkur svolítið í dag.” – Sjá fundargerð í heild

Sé fundargerð ársfundar 2014 lesin, kemur í ljós að stofnunin á í tilvistarvanda. Mannaskipti og tilfærslur eru tíðar. Þriðji framkvæmdastjórinn var ráðinn tímabundið fyrir nokkrum mánuðum og mun hann gegna starfi til haustsins.

Á sama fundi kvað Jens Garðar Helgason, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar sér hljóðs um rekstarstöðu Austubrúar. “Hann fór yfir lykiltölur og sagðist telja að ef þetta væri fyrirtæki, myndi Magnús Jónsson ef til vill ekki hafa sagt að þetta væri lífvænlegt fyrirtæki. Hvaðan eiga peningarnir að koma? Sveitarfélög þyrftu að sýna aðhald í rekstri svo hann velti því fyrir sér hvað réttlæti útgáfu fínnar ársskýrslu, kaupum á tæplega 6 milljóna króna bifreið og stefnumótunarvinnu í tvö ár? Þetta ætti ekki að vera flókið, Austurbrú hafi verið stofnuð til að einfalda hlutina. Jens Garðar nefndi einnig starfsemi menningarráðsins, rekur einn starfsmann og veitir út fé sem kemur frá ríkinu með einum fundi árlega. Núna ætti menningarráðið að greiða milljónir inn í yfirstjórn, fjármagn sem þá nýttist ekki þeim sem Austurbrú ætti að þjóna, íbúum á Austurlandi. Jens Garðar lagði áherlsu á að fundarmenn rifjuðu upp af hverju hefði verið stofnað til Austurbrúar í upphafi.”

Þorsteinn Steinsson, sveitarstjóri Vopnafjarðar “sagðist kunnugt um vaxtaverki stofnunarinnar en það stingi engu að síður í augu að rekstrarhalli væri 17 milljónir og skammtímaskuldir upp á 87 milljónir. Svona yrði ekki haldið áfram og hann spurði hvernig menn sæu fyrir sér að þessu yrði snúið við? Hvort ekki þyrfti að vinda sér í að breyta skammtímaskuldunum í langtímaskuldir? 17 milljóna króna halli í upphafi þýddi að minna en ekkert væri hægt að gera. Fundargerðin í heild: Sjá Sjá fundargerð í heild.

Dæmi um hugmyndafræði og vinnubrögð innan stofnunarinnar:
Markaðsbomba á Austurlandi
Mann-auðlindir austur-Ís-lands


Tengdar greinar

Gaman að breyta og bæta

Á kallinn rann vígamóður mikill og hófst hann handa við að rífa eðal bárujárn utan af hesthúsinu okkar. Konan með

Kvöldganga um fjörðinn fagra

Það var ánægjulegt að ganga um götur Fáskrúðsfjaðar í gærkvöldi. Blanka logn, hiti og góð birta til að smella af

Komugjöld í heilsugæslu felld niður hjá öryrkjum og öldruðum

„Hætt verður að innheimta komugjöld af öryrkjum og öldruðum í heilsugæslu og hjá heimilislæknum frá 1. janúar næstkomandi, samkvæmt ákvörðun