Bæjarstjórn Fjarðabyggðar skorar á Háskóla Íslands

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar skorar á Háskóla Íslands

“Bæjarstjórn Fjarðabyggðar skorar á Háskóla Íslands að auka framboð á fjarkennslu og bæta þjónustu við fjarnema þannig að íbúum landsbyggðarinnar bjóðist að stunda háskólanám í sem flestum námsgreinum í sinni heimabyggð eða nágrenni hennar. Bæjarstjórn hvetur Háskóla Íslands til að setja sér metnaðarfull markmið í fjarkennslu og gera aðgerðaáætlun til þriggja til fimm ára um aukið námsframboð og bætta þjónustu við fjarnema í Fjarðabyggð og á landsbyggðinni.”

Í áskoruninni eru m.a. rakin dæmi um erfiðleika nemenda við að afla sér menntunar. Sjá nánar á vefsvæði Fjarðabyggðar


Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!