Bannskilti og hestamenn

Bannskilti og hestamenn

Á fundi Eigna- skipulags- og umhverfisnefndar sem haldinn var þann 11. júní sl. var samþykkt að skilti sem banna hestaumferð í nágrenni við heshúsabyggð á Fáskrúðsfirði verði fjarlægð utan skiltis við Ljósaland sem yrði fært nær Ljósalandi. – Hestamenn fagna afstöðu ráðamanna Fjarðabyggðar þar sem þeir telja skiltin út í hött og lítt við hæfi í frjálsu og opnu samfélagi eins og Fjarðabyggð er.

Spurning er hvað veldur að ekki hafi orðið af efndum þess að skiltin verði fjarlægð þar sem nokkuð er liðið frá umræddri samþykkt.


Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!