Bruðl og aftur bruðl – Guðmundur Ingi Kristinsson í fyrirspurnartíma á Alþingi

Bruðl og aftur bruðl – Guðmundur Ingi Kristinsson í fyrirspurnartíma á Alþingi

“Virðulegur forseti. Ég var að koma úr minni fyrstu utanlandsferð á vegum þingsins, af velferðarnefndarfundi Norðurlandaráðs í Nuuk í Grænlandi. Ég spyr mig eftir þessa ferð hverju hún skilar og í hvaða tilgangi hún hafi verið farin. Ég dáist að þeim Grænlendingum sem búa þar á þessum kletti sem er með ís ofan á og með ótrúlegri seiglu hafa lifað á þeim stað. En ég verð að gera athugasemd við það að ég gisti á dýrasta hóteli sem ég hef nokkurn tímann gist á á ævinni. Það er meira en tvöfalt dýrara en nokkurt lúxushótel sem ég hef komist inn á. Var það samt ekki dýrt í þeim samanburði. Ég spyr mig hvers vegna í ósköpunum var verið að senda tíu manns, sjö þingmenn og aðstoðarfólk, á þessa ráðstefnu sem var eingöngu í þeim tilgangi að samþykkja einhverjar áður gerðar ályktanir eða reyna að gera einhverjar orðalagsbreytingar.

Ég segi bara: Guði sé lof, þetta voru á milli 20 og 30 álit sem var farið í gegnum en á bak við þessi álit voru um 250 blaðsíður. Ég spyr: Til hvers í ósköpunum erum við að þessu? Ég spyr líka, ef ég er að borga þarna meira en helmingi dýrara hótel en þyrfti að vera og við erum að borga helmingi meira fyrir Þingvelli og hátíðina þar en þyrfti: Er þetta gegnumgangandi á þinginu? Þurfum við ekki að fara að endurskoða hlutina? Á sama tíma er hver fréttatíminn af öðrum þar sem börn koma fram og fá ekki þjónustu vegna þess að laga þarf í þeim góminn, það þarf að laga í þeim tennurnar. Á sama tíma erum við að setja inn í fjárlög hungurlús, 1% hækkun á persónuafslætti aukalega, 500 kall. Það sýnir sig að 1% lækkun á 37% þrepaskatti hefði skilað 14 milljörðum til að nota í persónuafsláttinn og það hefði skilað þeim sem lægst eru settir 15.000 kr. á mánuði en ekki 500 kr.

Ég spyr og vil bara fá upplýsingar um það hvort við eigum að fara að taka það saman hvort allar þessar utanlandsferðir og kostnaðurinn í kringum þær séu nauðsynlegar. (Forseti hringir.) Við eigum að kafa ofan í þetta. Að lokum vil ég segja: Þetta var rándýr ferð en það sem er undarlegast við hana og verður sennilega mest í minningunni haft er að hún var í boði Alþingis og það eina sem stendur sennilega upp úr er rándýr hálsbólga og kvef.”


Tengdar greinar

Ríflega 4.700 íbúar í Fjarðabyggð

Þann 1. febrúar sl. var íbúafjöldi í einstökum bæjarhlutum Fjarðabyggðar sem hér segir: Norðfjörður 1.542 Reyðarfjörður 1.146 Eskifjörður 1.082 Fáskrúðsfjörður

Bankarnir okkar….

…þöndust út fyrir hrun og ráku útibú í nánast hverju krummaskuði landsins. – Kortavæðing viðskipta jókst verulega um svipað leyti.

Áramót – 2014 – 2015

Nú Þegar Sigmundur Davíð hefur gert flokksbróðir sinn og vin, Guðna Ágústsson að formanni orðunefndar og Guðni Ágústsson sæmt fyrrnefndan

Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!