Ellert B Schram ávíttur fyrir umbótastarf af Landssambandi eldri borgara

Ellert B Schram ávíttur fyrir umbótastarf  af Landssambandi eldri borgara

Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara

Landssamband eldri borgara, sem eru yfirsamtök allra eldri-borgara-félaga á Íslandi. Ætlar ekki að vera í samfloti með verkalýðshreyfingunni eins og Öryrkjabandalag Íslands ætlar að vera, í komandi kjarasamningum. Þetta kemur fram í svari Þórunnar Sveinbjörnsdóttur, formanns Landssambands eldri borgara, við fyrirspurn okkar þar að lútandi.

Þórunn segir Landsamband eldri borgara í samstarfi við stjórnvöld, skoða stöðu þeirra verst settu. Hún segir flesta öryrkja í Eflingu. “við erum ekki þannig skipt með neinu einu stéttarfélagi. Við höfum átt samtal við Drífu Snædal, og svo mun ASÍ kjósa nýja forystu í vikunni, þar liggur leiðin.”

Ellert B Schram, formaður Félags eldri borgara

Svo mörg voru þau orð. Landssambandið ávítti hér á dögunum formann Félags eldri borgara, Ellert B Schram fyrir að hafa skrifað og sent forsætisráðherra bréf sem innihélt beiðni um “..að skipa starfshóp til að rétta hlut eldri borgara hvað varðar ellilífeyri og almannatryggingar. Bréfið var sent í janúar. Ég upplifði að ég væri settur í skammakrókinn hjá Landssambandi eldri borgara þegar ég fékk ávítur fyrir að skipta mér af þessu máli.” Segir Ellert, – skrif hans má lesa hér

Fyrir hvað stendur Landssamband eldri borgara?

Landssambandið er ekki að vinna við að endurheimta skerðingar ellilauna undanfarinna ára. Landssambandið kærir sig kollótt um aukna skattheimtu hins opinbera af launum eldri borgara, sem ef óskert væru, duga ekki fyrir framfærslu.

Er Landssamband eldri borgara einhvers konar fínnimanna klúbbur, hafinn yfir baráttu fátækra eldri borgara fyrir afkomu sinni? – Er stjórn félagsins svo óheppilega samansett að þar finnist ekki félagar sem ná að samsama sig þeim sem þiggja lúsarlaun Tryggingastofnunnar ríkisins?

Þórunn var í baráttuhug hér á árum áður

Á haustdögum 2015 var haft eftir Þórunni Sveinbjörnsdóttur í viðtali á RÚV að eldri borgarar lifðu í sárri fátækt. sjá hér. Þar er haft eftir henni: “Allt að tuttugu símtöl berast daglega á skrifstofu Félags eldri borgara í Reykjavík frá félagsmönnum sem berjast við fátækt.” og hún bætir við; “Fólkið hringir til að leita ráða hjá starfsmönnum félagsins og biðja um aðstoð. Þórunn segir að símtölin séu frá fimm og upp í tuttugu og þau eru af alskonar toga. Sumir eru í vandræðum vegna lyfjakostnaðar, aðrir vegna húsaleigu, kostnaðar við heyrnartæki eða önnur hjálpartæki svo nokkuð sé nefnt.”

Fréttamaður segir í niðurlagi viðtalsins: “Fjölmörg dæmi eru um eldri borgara sem ekki ná endum saman. Fréttastofa hafði þrisvar sinnum mælt sér mót við fólk sem vildi lýsa kjörum sínum í viðtali. Í öll skiptin hættu þau við vegna þess að þau treystu sér ekki til að bera vandræði sín á torg. – Einn eldri borgari leyfði fréttastofu að skoða gögn um sig frá Tryggingastofnun. Samkvæmt þeim þá fær hann 140 þúsund krónur á mánuði frá Tryggingstofnun eftir skatt. Hann er með 50 þúsund krónur á mánuði úr lífeyrissjóði líka eftir skatt. Tryggingastofnun hefur þá skert tryggingabætur hans vegna greiðslunnar úr lífeyrissjóðnum. Samtals er hann því með 190 þúsund krónur á mánuði. Fyrir þá peninga þarf hann að borga húsaleigu, mat, fatnað lyf, síma, rafmagn og hita, rekstur bíls o.s.frv.”


Tengdar greinar

Norsk olíukreppa í aðsigi

Norðmenn sjá fram á yfirvofandi kreppu ef heimsmarkaðsverð á olíu fer ekki að hækka að nýju. Sjá frétt ruv.is

Virðing Alþingis – Orðheldni – Heiðarleiki – Drengskapur.

Segja má að Alþingi sé samansett af nokkrum hópum einstaklinga sem hafa komist á þing með því að gefa kjósendum

Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!

Skrifa athugasemd

<

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.