Er frumskógarlögmálið að taka yfir í viðskiptum?

Er frumskógarlögmálið að taka yfir í viðskiptum?

Rúv greinir frá því í frétt að sami maðurinn hafi stofnað sautján fyrirtæki og hann skuldi tugi milljóna í opinber gjöld sem hann hirði ekki um að greiða. Í sömu frétt segir að maðurinn hafi stofnað og komið að stjórnun 17 fyrirtækja á síðustu árum. Tíu þessara fyrirtækja hafa lent í árangurslausu fjárnámi og eða gjaldþroti. Maðurinn hefur á síðustu tveimur árum stofnað nýtt fyrirtæki á um það bil tveggja mánaða fresti. Hann selur farsíma, tölvur, myndavélar og annan tæknibúnað í gegnum vefverslun sína og aðrar vefverslanir.

Þá segir á Rúv.is að “Samkvæmt gögnum fréttastofu skulda fyrirtæki mannsins tugi milljóna í aðflutningsgjöld. Í samtali við fréttastofu staðfesti maðurinn  þetta. Hann stofnaði ný fyrirtæki reglulega og greiddi ekki aðflutningsgjöld. Hann sagði að það væri gert með vilja, hann ætlaði sér ekki að greiða aðflutningsgjöld, þannig gæti hann boðið vörur á lágu verði og staðið í samkeppni.

Þá segir að maðurinn  telja þetta ekki ólöglegt og hann hafi ráðfært sig við löglærða menn sem staðfesti það. Hins vegar megi setja spurningamerki við hvort þetta sé siðferðilega rétt en að hann telji sig knúinn til að stunda slík viðskipti þar sem stærri fyrirtæki á markaði reyni að knésetja sig. Maðurinn vildi ekki koma í viðtal við RÚv.

Samkvæmt sömu frétt er haft eftir hæstaréttarlögmönnum sem starfa sem skiptastjórar þrotabúa að svona undanskot frá opinberum gjöldum séu brot á hegningarlögum og því refsiverð athæfi. Hins vegar séu heimildir manna hér á landi til að reka einkahlutafélög alltof víðtækar og að löggjafinn verði að þrengja þær með einhverjum hætti. Annað vandamál sé að lögreglan hafi takmarkaðan mannafla til að takast á við mál af þessu tagi, sérstaklega þar sem þeim hafi fjölgað mikið á síðustu misserum.”

-Í framhaldi má hugleiða hvort staða þeirra sem eru heiðarlegir t.d. á símamarkaði sé ekki fyrirfram vonlaus ef þeir þurfa að keppa við aðila sem annars vegar eru í aðstöðu til að bjóða frí símtöl í 12 mánuði með hverjum seldum síma  og hinna sem ekki gera skil á  tilskildum sköttum og skyldum? – Samkeppnisstaðan hlýtur að vera frekar vonlaus á slíkum markaði.

Mynd: Lisa K. Berton / 2010 – http://land.allears.net/blogs/photoblog/lkb-jungle-end.jpg


Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!