Er kvíðvænlegt að Alþingi komi saman í haust?

Er kvíðvænlegt að Alþingi komi saman í haust?

Mynd með efni: Öryrkjar spila Skerðingu – ömurlegt spil fyrir alla fjölskylduna – á Austurvelli við þingsetningu. Við svo búið munu fjölmargir þurfa að halda áfram að spila þetta rangláta spil og sitja fastir í fátæktargildrunni.

Það líður senn að því að Alþingi komi saman til að ákveða nýjar og auknar álögur á landsmenn. Álögur þessar eru gjarnan nefndar eftir einstökum formönnum þingnefnda, en þeir sömu hafa haft aukatekjur af samningu frumvarps til laga um hagræðingu á heilbrigðissviði, svo dæmi sé tekið.

Þessi svokallaða Hagræðing á heilbrigðissviði er einn af mörgum leikþáttum í þingsal, þar sem stjórnarþingmenn kynna nýja nálgun á gjaldtöku, undir því yfirskyni að verið sé að gera góðverk, og þá sérstaklega bæta kjör þeirra sem lægst hafa launin.

Oftar en ekki renna þessar aukaálögur í gegnum þingið þegjandi og hljóðalaust, enda snertir það ofurlaunaða vel húsvana þingmenn litlu máli hvort lyfin, læknisheimsóknin eða sjúkrahúsvistin er einhverjum krónum dýrari í dag en í gær.

Því geri ég að tillögu minni að sumarfríi og jólafríi ásamt all nokkrum fríum vegna svokallaðra nefnda- og kjördæmadaga verði steypt saman í eitt alsherjar frí, -og nokkrum dögum bætt við að auki. Þar með værum við landsmenn lausir við yfirgripsmikið raus um keisarans skegg og myndum að auki eygja von um að halda nokkrum krónum eftir í lok hvers mánaðar.

Fyrir mörgum árum var alþingi upptekið allan veturinn við að þrátta um hvort Zetan skyldi afmást úr íslenskri stafsetningu eður ei. Nú væri lag hjá alþingismönnum, þegar þeir koma saman í haust, til að sýna sig og sjá aðra, að sammælast um að fjalla um í öllum nefndum og ráðum hvort Vaðlaheiðarvegavinnuverkfærageymsluskúr sé lengsta mögulega orðið í íslenskri tungu og hvort ástæða sé að fella það niður. – Þetta verkefni gæti náð alla leið til næstu kosninga, enda orðið sem slíkt, öllu ábúðarmeira en Zetan sáluga.


Tengdar greinar

Benedikt fjármálaráðherra hyggst hækka álögur á landann

Vinsældir fjármálaráðherra okkar Benedikts Jóhannesson hljóta að stór aukast ef hann stendur við fyrirhugað kolefnisgjald og auknar álögur á díselolíu

Veðurspá fyrir Austurland

Við birtum staðbundnar glænýjar veðurspár allt árið. – Þökk sé Veðurstofu Íslands. Aðgengi að spánni verður framvegis í svörtu röndinni

Hvað þýðir “Best fyrir” dagsetning á matvöru frá Goða?

Hraðferð í búðina, stutt í lokun, lítill tími til að fara yfir verðmerkingar og dagsetningar á einstökum vörum. Sviðakjammi handa

Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!