Er RÚV nánast gjaldþrota?

Er RÚV nánast gjaldþrota?
by Haukurth - Own work. Licensed under Creative Commons Attribution-Share Alike 3.0 via Wikimedia  Commons

by Haukurth – Own work. Licensed under Creative Commons Attribution-Share Alike 3.0 via Wikimedia Commons

“Ríkisútvarpið átti ekki fyrir greiðslu af skuldabréfi sem var á gjalddaga í dag og hefur því verið samið um að fresta gjalddaga um þrjá mánuði. Félagið er yfirskuldsett og nema skuldir RÚV 5,5 milljörðum króna, stærstur hluti þeirra vegna lífeyrissjóðsskuldbindinga félagsins.” Sjá Visir.is – Spurning vaknar hversu miklar tekjur stofnunin þurfi til að komast af.

Öllum einstaklingum á aldrinum 16-69 ára sem eru með tekjur yfir skattleysismörkum, er gert að greiða Útvarpsgjald (nefskatt) að upphæð 19.400 krónur, samtals 4.2 milljarðar. – Þessi gjaldheimta er sérskattur sem kemur mjög illa við marga sem rétt slefa yfir skattleysismörk í tekjum. – Þá eru auglýsingatekjur stofnunarinnar vart undir 1,5 til 2 milljörðum sé horft til tekna ársins 2010 til samanburðar. – Samtals ætti stofnunin að hafa nálægt 6 milljörðum til ráðstöfunar.

Góð dagskrá kostar peninga. RÚV framleiðir sjaldan gott efni. Hrygglengjan í dagskránni er aðkeypt efni sem er að mestum hluta amerískir og breskir lögguþættir og sápuóperur.

Þá er ljóst að RÚV-sjónvarp bruðlar með verðmæta auglýsingatíma í dagskrá sinni, stór hluti þeirra fara í að auglýsa upp eigið efni. -Efni sem vart getur lagast við það eitt að skruma það upp og lofsyngja í hástert.


Tengdar greinar

Hrekkjavökugrín í Fjarðabyggð

Auðvitað voru þau að grínast með það í bæjarstjórn Fjarðabyggðar, að börnin á Stöðvarfirði skyldu selflytjast milli þorpa til að

Er íslenskan ekki nothæf lengur?

Við gistum á íslensku sveitahóteli um liðna helgi. Þjónustan og aðbúnaður var til fyrirmyndar, -en Það vakti furðu okkar að

Hestarnir á hús

Ljúfur dagur í dag, svo virðist sem hrakviðraspár séu nokkuð ýktar fyrir austurland. Tókum hestana okkar á hús til öryggis.

Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!

Skrifa athugasemd

<

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.