Fá starfsleyfi fyrir fiskeldi í Fáskrúðsfirði til 2034

Fá starfsleyfi fyrir fiskeldi í Fáskrúðsfirði til 2034

„Fiskeldi Austfjarða hf. hefur fengið starfsleyfi frá Umhverfisstofnun til framleiðslu á allt að þrjú þúsund tonnum af regnbogasilungi á ári í Fáskrúðsfirði. Leyfið tók gildi í gær og gildir til 2034.
Fiskeldið er umdeilt á Fáskrúðsfirði og íbúar hafa lýst áhyggjum af sjónmengun af eldiskvíum. Guðmundur Gíslason, stjórnarformaður Fiskeldis Austfjarða, vonast til að koma fiski í fjörðinn í haust en hann vill einnig hefja tilraunir með ófrjóan lax í Stöðvarfirði næsta vor.

Umhverfisstofnun barst ein umsögn vegna starfsleyfisins frá Óttari Yngvasyni fyrir hönd náttúruverndarfélagsins Laxinn lifi, Náttúruverndarsamtaka Íslands, Veiðifélags Breiðdæla, Hofsár og Sunnudalsár, Selár og Vesturdalsár. Hann krafðist þess að leyfið yrði ekki veitt því staðsetning eldisins væri of nálægt eldissvæðum Laxa fiskeldis og leyfið sé í raun framlenging á fyrra leyfi til annarra, en ekki nýtt, og nýja starfsleyfið í fjölmörgum atriðum frábrugðið því gamla frá 2013.

Upphaflega var leyfið gefið út til Salar Islandica ehf. árið 2005. HB Grandi tók leyfið yfir og svo Fiskeldi Austfjarða hf. Óttar segir í umsögn sinni að mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar hafi ekki farið fram þá og því ótímabært nú að fjalla efnislega um þetta nýja starfsleyfi.“ Rúv.is


Tengdar greinar

Tal – farsími til ama

Farsíminn minn hringdi hér um daginn, erlent númer. Þegar ég svaraði, var enginn á línunni. Eftir þetta hef ég fengið

Kveikt á jólatrjánum í Fjarðabyggð

“Það styttist óðum til jóla og um helgina verða ljósin tendruð á jólatrjám Fjarðabyggðar í flestum byggðakjörnum. Eins og í

Litað brotajárn í vopnaskaki

Mynd kvöldsins hjá RÚV var Myrkur máni (Dark of the Moon) Myndin er sögð “vísindatryllir þar sem vélmennin hafa öðlast

Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!