Fá starfsleyfi fyrir fiskeldi í Fáskrúðsfirði til 2034

Fá starfsleyfi fyrir fiskeldi í Fáskrúðsfirði til 2034

„Fiskeldi Austfjarða hf. hefur fengið starfsleyfi frá Umhverfisstofnun til framleiðslu á allt að þrjú þúsund tonnum af regnbogasilungi á ári í Fáskrúðsfirði. Leyfið tók gildi í gær og gildir til 2034.
Fiskeldið er umdeilt á Fáskrúðsfirði og íbúar hafa lýst áhyggjum af sjónmengun af eldiskvíum. Guðmundur Gíslason, stjórnarformaður Fiskeldis Austfjarða, vonast til að koma fiski í fjörðinn í haust en hann vill einnig hefja tilraunir með ófrjóan lax í Stöðvarfirði næsta vor.

Umhverfisstofnun barst ein umsögn vegna starfsleyfisins frá Óttari Yngvasyni fyrir hönd náttúruverndarfélagsins Laxinn lifi, Náttúruverndarsamtaka Íslands, Veiðifélags Breiðdæla, Hofsár og Sunnudalsár, Selár og Vesturdalsár. Hann krafðist þess að leyfið yrði ekki veitt því staðsetning eldisins væri of nálægt eldissvæðum Laxa fiskeldis og leyfið sé í raun framlenging á fyrra leyfi til annarra, en ekki nýtt, og nýja starfsleyfið í fjölmörgum atriðum frábrugðið því gamla frá 2013.

Upphaflega var leyfið gefið út til Salar Islandica ehf. árið 2005. HB Grandi tók leyfið yfir og svo Fiskeldi Austfjarða hf. Óttar segir í umsögn sinni að mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar hafi ekki farið fram þá og því ótímabært nú að fjalla efnislega um þetta nýja starfsleyfi.“ Rúv.is


Tengdar greinar

Fjarðabyggð – Fundur með hestamönnum um beitarmál

Þann 2. febrúar sl. var haldinn fundur með hestamönnum í Fjarðabyggð. Efni fundarins var bréfleg yfirlýsing umhverfisstjóra Fjarðabyggðar til hestamanna

Brúnó frá Voðmúlastöðum

Faðir: Gári frá Auðsholtshjáleigu – IS1998187054 FF.: Orri frá Þúfu í Landeyjum – IS1986186055 FM.: Limra frá Laugarvatni- IS1987288802 Móðir:

Undarlegar vega- og brúarbætur í Fáskrúðsfirði

Nú á haustmánuðum tóku vegagerðamenn sig saman í andlitinu og ákváðu að byggja brúarhandrið yfir Kirkjubólsá hér í Fáskrúðsfirði. Áin

Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!