Ferðaþjónustan sér ljósið – Ísland ósamkeppnishæft

Ferðaþjónustan sér ljósið – Ísland ósamkeppnishæft

Jóhannes Þór Skúlason – Skjáskot RÚV

„Ísland er orðið ósamkeppnishæfara“ Segir í fyrirsögn viðtals sem haft er við Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar Rúv.is. Hann segir að verðlag á Íslandi sé ekki jafn samkeppnishæft við önnur lönd og áður. Þess vegna fækki ferðamönnum. Þá er og rætt við erlenda ferðamenn, sem eru á sama máli, – Ísland er of dýrt.

Nú er það þekkt, allt frá bernskudögum íslenskrar ferðaþónustu að það hefur verið okrað á ferðamönnum, jafnt innlendum sem erlendum. Þetta hefur lítið sem ekkert með gengis- og/eða launaþróun að gera, eins og Jóhannes Þór vill meina. Þetta er einfaldlega séríslensk græðgi komin að þolmörkum þess sem greinin þolir. – Hugsanlega eru forráðamenn greinarinnar, að hætti stjóra þessa lands, að taka sér ofurlaun út úr sveiflukenndum rekstri og skæla síðan um þörf aðgerða frá hendi stjórnvalda ef reksturinn líður fyrir. – Næsta víst er að gengi Krónunnar hefur snarlækkað gagnvart dollar að undanförnu og kjör venjulegs launafólks hafa haldist nánast óbreytt frá síðustu kjarasamningum.


Tengdar greinar

Íslenska svefnbæjar heilkennið

Svefnbær er staður þar sem fólk hverfur inn í hús sín og sefur. Í svefnbæ er nánast ekkert að gerast

Fáheyrð afstaða formanns hagsmunasamtaka fatlaðra

Formaður Þroskahjálpar á Suðurnesjum, Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins, greiddi atkvæði gegn tillögu minnihlutans á Alþingi um að örkyrkjar og aldraðir

Lánareiknir – Skuldaleiðrétting húsnæðislána

Hér er vefsíða, þar sem skoða má hverra leiðréttinga má vænta til lækkunnar á verðtryggðu húsnæðislánunum. Sjá: Lánareiknir.is

Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!