Ferðaþjónustan sér ljósið – Ísland ósamkeppnishæft

Ferðaþjónustan sér ljósið – Ísland ósamkeppnishæft

Jóhannes Þór Skúlason – Skjáskot RÚV

„Ísland er orðið ósamkeppnishæfara“ Segir í fyrirsögn viðtals sem haft er við Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar Rúv.is. Hann segir að verðlag á Íslandi sé ekki jafn samkeppnishæft við önnur lönd og áður. Þess vegna fækki ferðamönnum. Þá er og rætt við erlenda ferðamenn, sem eru á sama máli, – Ísland er of dýrt.

Nú er það þekkt, allt frá bernskudögum íslenskrar ferðaþónustu að það hefur verið okrað á ferðamönnum, jafnt innlendum sem erlendum. Þetta hefur lítið sem ekkert með gengis- og/eða launaþróun að gera, eins og Jóhannes Þór vill meina. Þetta er einfaldlega séríslensk græðgi komin að þolmörkum þess sem greinin þolir. – Hugsanlega eru forráðamenn greinarinnar, að hætti stjóra þessa lands, að taka sér ofurlaun út úr sveiflukenndum rekstri og skæla síðan um þörf aðgerða frá hendi stjórnvalda ef reksturinn líður fyrir. – Næsta víst er að gengi Krónunnar hefur snarlækkað gagnvart dollar að undanförnu og kjör venjulegs launafólks hafa haldist nánast óbreytt frá síðustu kjarasamningum.


Tengdar greinar

Nýi vefurinn fyrir Aust.is keyrir á WordPress

Allar aðgerðir skila sér fljótt og örugglega á nýja WordPress vefnum. Viðmótið íslenskað og við höfum ekki rekist á neinar

Íbúafundur Fáskrúðsfirði

Bæjarráð Fjarðabyggðar býður íbúum á Fáskrúðsfirði til fundar um málefni bæjarkjarnans ásamt fjárhagsáætlun næsta árs. Fundurinn fer fram í Grunnskóla

Er svindlað á jaðarbyggðum við sameiningu sveitarfélaga?

Enn á ný gerast sveitarstjórnamenn og excelfræðingar uppteknir af útreikningum þess efnis að sameina beri flest öll sveitarfélög í hagræðingarskyni.

Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!