Ferðaþjónustan sér ljósið – Ísland ósamkeppnishæft

Ferðaþjónustan sér ljósið – Ísland ósamkeppnishæft

Jóhannes Þór Skúlason – Skjáskot RÚV

„Ísland er orðið ósamkeppnishæfara“ Segir í fyrirsögn viðtals sem haft er við Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar Rúv.is. Hann segir að verðlag á Íslandi sé ekki jafn samkeppnishæft við önnur lönd og áður. Þess vegna fækki ferðamönnum. Þá er og rætt við erlenda ferðamenn, sem eru á sama máli, – Ísland er of dýrt.

Nú er það þekkt, allt frá bernskudögum íslenskrar ferðaþónustu að það hefur verið okrað á ferðamönnum, jafnt innlendum sem erlendum. Þetta hefur lítið sem ekkert með gengis- og/eða launaþróun að gera, eins og Jóhannes Þór vill meina. Þetta er einfaldlega séríslensk græðgi komin að þolmörkum þess sem greinin þolir. – Hugsanlega eru forráðamenn greinarinnar, að hætti stjóra þessa lands, að taka sér ofurlaun út úr sveiflukenndum rekstri og skæla síðan um þörf aðgerða frá hendi stjórnvalda ef reksturinn líður fyrir. – Næsta víst er að gengi Krónunnar hefur snarlækkað gagnvart dollar að undanförnu og kjör venjulegs launafólks hafa haldist nánast óbreytt frá síðustu kjarasamningum.


Tengdar greinar

Slöngur og pöddur í stórmörkuðum

  Ekki alls fyrir löngu keyptum við hjónin öskju af vel útlítandi ferskjum í stórmarkaði hér fyrir austan. Þegar askjan

Er forseti Alþingis að vinna vinnuna sína?

Helgi Bergmann skrifaði þann 10. maí sl. “Í dag eru 140 (hundraðogfjörutíu) dagar síðan Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var seinast viðstaddur

Gengið jafnar sig eftir uppsveiflu

Þau tíðindi berast frá norskri ferðaskrifstofu að ferðamenn afbóki íslandsferðir sem aldrei fyrr vegna hækkaðs gengis krónunnar. Þar með er

Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!