Fjarðabyggð gerir vel við tómstunda- og íþróttafélög

Fjarðabyggð  gerir vel við tómstunda- og íþróttafélög

sunset-787826_640Þótt svo að ráðamenn Fjarðabyggðar kæri sig kollótta um framvindu hestamennsku og hestaíþrótta á Fáskrúðsfirði og vilji ekkert fyrir hana gera annað en krefja hesteigendur um leiguafnot af sinubeit, -Þá er ekki svo þegar kemur að mörgu öðru tómstundastarfi.

Golfklúbbnum Byggðaholti á Eskifirði var færð ríflega 25 hektara ræktuð jörð á silfurfati og samningur um leigufrí afnot af henni til 50 ára. – Þá var klúbbnum gefin húsin á jörðinni undir starfsemi sína. – Svo þeim mætti takast að lagfæra húsin á jörðinni, fengu þeir 2.5 milljónir. – Að auki hefur klúbburinn fengið ríflega styrki uppá 6.2 milljónir króna frá árinu 2014. Samtals 8.7 milljónir.- Enn að auki, og til að bæta aðstöðu klúbbsins, var hestamönnum á Eskifirði gert að færa hross sín úr beitarhólfum í nærumhverfinu, svo stækka mætti aðstöðu gólfklúbbsins. – Það er von okkar hestamanna að Gólfklúbburinn rétti verulega úr kútnum við þessi stórkostlegu framlög, en hann hefur átt undir högg að sækja síðan hann varð gjaldþrots hér á árum áður.

bjarki-armann-oddssonÍ svari við fyrirspurn til Bjarka Ármanns Oddssonar, Íþrótta og tómstundafulltrúa Fjarðabyggðar, kemur fram að bæjarfélagið veitir yfir 25 milljónum í beina styrki til íþrótta- og tómstundastarfs fyrir árið 2016.

Orðrétt segir Bjarki Ármann: “Fjarðabyggð stendur vel að baki íþrótta- og tómstundastarfi í sveitarfélaginu, mesta áherslan er á barnastarf en á hverju ári veitir félagið yfir 25 milljónir króna í beina styrki til íþróttafélaga. Meginfélögin fimm Þróttur, Austri, Valur, Leiknir og Súlan hljóta hæstu styrkina en þau eru öll með margvíslegar deildir starfandi innan sinna raða t.d. Blak, Sund, Karate, Körfubolta, Glímu og Badminton. Stærstu samvinnuverkefni þessara félaga eru Fjarðabyggð/Leiknir sem heldur utan um yngriflokka starfið í knattspyrnu em og Skíðafélag Fjarðabyggðar og Brettafélag Fjarðabyggðar.

Sjö félög reka sína eigin aðstöðu og fá styrki frá Fjarðabyggð: Golfklúbbur Norðfjarðar, Golfklúbbur Byggðaholts, Golfklúbbur Fjarðabyggðar, Skotveiðifélagið Dreki, Vélíþróttafélag Fjarðabyggðar, Kajaklúbburinn Kaj, Hestamannafélagið Blær. Þarna er ég aðallega að tala um beina styrki en Fjarðabyggð styrkir líka félög óbeint t.d. með uppbyggingu íþróttaaðstöðu.” Segir Bjarki Ármann að lokum.

anna-berg-lrAftur að hestamönnum sem hafa mótmælt því harðlega að þeir verði látnir greiða fyrir öll beitarafnot og að gamalgróið nytjaland sé af þeim tekið og síðan geti þeir fengið það aftur til afnota, og þá með leiguverðmiða. – Í svari Önnu Berg Samúelsdóttur, nýráðins umhverfisstjóra Fjarðabyggðar, við mótmælum okkar. Hefur komið fram að bæjarfélagið ætli sér að mismuna hestamönnum í Fjarðabyggð með þeim hætti að byggja undir og fjárstyrkja Hestamannafélagið Blæ á Norðfirði á þeim forsendum að það félag sé innan vébanda Landsambands hestamannafélaga?? – Hyggist hestamenn í sameinuðum byggðarlögum Fjarðabyggðar æfa fyrir keppnir eða íþróttamót, er félagsmönnum í hestamannafélaginu Goða á Fáskrúðsfirði, svo dæmi sé tekið, vísað á að fara í gegnum tvenn jarðgöng til að komast í lágmarks viðunandi aðstöðu hjá hestamannafélaginu Blæ á Norðfirði. – Spurning hvort hestamenn á Fáskrúðsfirði og víðar, hafi séð fyrir sér slíka framvindu þegar sameinaðir voru byggðarkjarnarnir hér á fjörðunum, svo úr varð fyrirmyndar bæjarfélagið Fjarðabyggð? -Og að lokum. Við höfum verið að gróðursetja tré sem skjólbelti í nærumhverfi hesthúsa okkar. Verða þau rifin upp eða okkur gert að fjarlægja þau, -eða sleppum við kannski með hóflegt stöðugjald?


Tengdar greinar

Gott að búa á austurlandi

Það eru forréttindi að búa á austurlandi. Hér skartar náttúran hrikalegum fjöllum og gróðursælum dölum. Hreindýrahjarðir á beit í hlíðum

Árshátíð Alcoa

Árshátið Alcoa þótti vel heppnuð að vanda. Allir ljúfir, hljómsveitin Buff frábær og Jónsi okkar í Svörtum fötum fór á

Er RÚV besta sjónvarpsstöðin?

…Kannski, ef þú sækir í fimmtu þáttaröð af Castle, eða tíunda þátt af tólf af Fortitude. Svo verður annar þáttur

Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!