Fjarðabyggð – Gjaldskrá almenningssamgöngur

Fjarðabyggð – Gjaldskrá almenningssamgöngur

Gjaldskrá fyrir almenningssamgöngur innan og utan fjarðabyggðar hefur verið birt, og tekur hún gildi frá og með 5. júní næstkomandi. – Eldri borgarar og öryrkjar greiða eitt gjald/einn miða, kr. 350,- fyrir hverja ferð, sama hvaða vegalengd er farin.

Ódýrast er að ferðast frá Álverinu inn í miðbæ Reyðarfjarðar og frá Álverinu til Eskifjarðar. Það kostar einn miða, kr. 350,-

Lengsta og dýrasta ferðin í kerfinu er frá Breiðdalsvík til Borgarfjarðar, hver ferð kostar 12 miða, eða kr. 4.200,- ætli farþegi aftur til baka, greiðir hann samtals kr. 8.400,-

Verðdæmi, suðurfirðir: (önnur leiðin, þ.e. ekki fram og til baka).

Frá Fáskrúðsfirði: Til Reyðarfjarðar kr. 700 / Til Eskifjarðar kr. 1.050 / Til Norðfjarðar kr. 1.400 / Til Egilsstaða kr. 1.400

Frá Stöðvarfirði: Til Reyðarfjarðar kr. 1.050 / Til Eskifjarðar kr. 1.400 / Til Norðfjarðar kr. 2.100 / Til Egilsstaða kr. 2.100

Frá Breiðdalsvík: Til Reyðarfjarðar kr. 1.750 / Til Eskifjarðar kr. 2.100 / Til Norðfjarðar kr. 2.450 / Til Egilsstaða kr. 2.450

Verðdæmi, norðurfirðir:

Frá Eskifirði: Til Reyðarfjarðar kr. 350 / Til Norðfjarðar kr. 700 / Til Egilsstaða kr. 1.400

Frá Norðfirði: Til Eskifjarðar kr. 700 / Til Reyðarfjarðar kr. 1.050 / Til Egilsstaða kr. 1.750

Verðin hér fyrir ofan eru almenn verð. Hægt er að kaupa afsláttar kort sem gilda frá einum og upp í tólf mánuði. Einnig fást svo kölluð framhaldsskóla kort sem gilda eina önn. – Þeir sem eiga eldri útgefna miða geta nýtt þá út árið 2013. – Sjá nánar, vefsvæði Fjarðabyggðar.


Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!