Fjarðabyggð – Ofvirkur eftirlitsiðnaður

Fjarðabyggð – Ofvirkur eftirlitsiðnaður

Hér fara á eftir, til gagns og gamans, nokkur góð ráð fyrir þá sem eru hundeltir af eftirlitsiðnaðinum í Fjarðabyggð:

Gott ráð 1. Vogaðu þér ekki að taka trilluhornið þitt upp að húsinu þínu, inn á einkalóð, í þeim tilgangi að nýta aðstöðuna við að gera það upp. – Það líðst ekki, -innan skamms er kominn á hann hvítur límmiði með rauðu letri, þar sem þér er gert að fjarlægja hornið, eða það verði fjarlægt á þinn kostnað.

Gott ráð 2. Láttu þig ekki dreyma um að taka bílinn þinn af númerum og staðsetja hann á auðu, ónýttu bílastæði gegnt húsinu þínu. – Samdægurs, eða að nokkrum dögum liðnum ert þú búin/n að fá á hann límmiða þar sem þér er hótað að hann verði fjarlægður á þinn kostnað verði ekki brugðist við hótun. – Til gamans má nefna að bíllinn sem um ræðir, er staðsettur á almennings bílastæði sem sjaldan eða aldrei er nýtt og þá má geta þess að viðkomandi eftirlitsaðili hafði þó nokkuð fyrir að skafa snjó af bílnum til að koma hótuninni fyrir á framrúðu. Sjá mynd.

Gott ráð 3. Passaðu að hafa gæludýrin þín, köttinn og hundinn á réttum stað, í tjóðurbandi og allt það. – Í býgerð er að ráða allt að 7 aðstoðar eftirlitsmenn á eftirlitssviði, sem munu fylgjast með þér og að rétt sé staðið að dýrahaldi í hverjum og einum bæjarkjarna sem tilheyra Fjarðabyggð.

Gott ráð 4. Sjáðu til þess að hesturinn þinn sé í þar til gerðri sérhannaðri girðingu með svo og svo mörgum strengjum og að vetri til, sé hann hafður á húsi, komir þú skitnum frá honum í sérstakan þar til gerðan ruslagám.

Skrípamynd af stórborg

Svo virðist sem ráðamenn Fjarðabyggðar hafi sótt ofurmanna-eftirlits-stjórnunar-námskeið í stórborg, -þar sem rými einstakinga er af skornum skammti og í engu samræmi við það rými sem við fjarðabúar njótum. – Vonandi eru það ekki innantóm slagorð að við séum á: „Góðum stað!“ í komandi framtíð.


Tengdar greinar

Hver berst fyrir kjörum öryrkja og eldri borgara?

Eftir að hafa hlustað á innblásnar 1. maí ræður verkalýðsleiðtoganna það sem af er degi og fyrirhugaðar aðgerðir þeirra ef

Vetur í Fáskrúðsfirði

Til þessa má segja að veturinn hafi verið víðs fjarri þar til í gær og í dag. Hestarnir okkar voru

Er árið 2007 að koma aftur?

Brenglun verðmætamats er það þegar óprútnum fyrirtækjum og einstaklingum tekst að tala upp verðmæti. Gera eignir og aðstöðu verðmætari en

Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!