Frá fundi bæjarráðs Fjarðabyggðar 18. mars 2013

Frá fundi bæjarráðs Fjarðabyggðar 18. mars 2013

SONY DSCBæjarráð Fjarðabyggðar hefur samþykkt rýmkun á reglum um útleigu íbúða í umsjón og eigu bæjarfélagsins. – Ekki kemur fram hvers eðlis rýmkunin er.

Þá hefur bæjarráð samþykkt tillögu félagsmálanefndar um gjaldskrá fyrir ferðaþjónustu fatlaðs fólks. – Ekki kemur fram hvort verið er að hækka eða lækka gjaldskrá fyrir umrædda þjónustu.

Bæjarráð samþykkti að styrkja Kór Fjarðabyggðar um 400.000 kr.- “Styrkurinn er veittur til tónleika sem haldnir eru í minningu Ágústar Ármanns Þorlákssonar og þess tónlistarstarfs sem hann veitti stuðning í gegnum tíðina.”

Á fundinum var tekin umræða um fyrirhugað öldungamót í blaki í Fjarðabyggð og nýtingu á Fjarðabyggðahöllinni. Á fundargerð má ráða að ekki séu til nægir fjármunir til að ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir vegna mótsins, en bæjarráð telur rétt að huga að því til framtíðar hvernig hægt sé að stuðla að aukinni nýtingu hússins.


Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!