Frítt bókhaldsforrit fyrir smærri fyrirtæki og einstaklinga

Frítt bókhaldsforrit fyrir smærri fyrirtæki og einstaklinga

cover2Það kostar ekkert. Og því fylgir íslensk þýðing. Ég hef verið upptekinn síðustu daga við að klára þýðingu á þessu bókhaldsforriti og nú er hún tilbúin 100%, -eða þannig. – Alltaf má þó gera betur, og vil ég skora á alla sem sækja forritið og skoða það og/eða nota, að senda ábendingar um það sem betur má fara í texta og útfærslu. Póstfangið mitt er: gunnar(hja)brattur.is

Forritið sem heitir Manager, má sækja HÉR án allra skuldbindinga. – Forritið heldur utan um birgðir, Virðisaukaskatt, viðskiptavini og keyra má út úr því reikninga. Forritið stendur fyrir flestu því sem alvöru bókhaldskerfi prýðir. – Ef ykkur líkar við forritið, þá vinsamlegast deilið þessum skilaboðum sem víðast.

Spurningar og svör:

Spurning: Forritið kemur ekki á íslensku, hvað þarf að gera?

Svar: Þegar þú hefur opnað forritið, þá farðu í Preferences. Þar undir er Language, ýttu á blálitaða línu sem segir að forritið sé á ensku. Ýttu á textann og þá kemur upp valgluggi, flettu eftir honum og veldu Íslensku. – Í næstu línu fyrir neðan: Date and number format velur þú einnig Íslensku. – Þegar þú ert búinn að velja íslensku, þarft þú að ýta á græna takkan „Update“. Loka forritinu og opna aftur. Þá ætti þetta að vera komið.

Spurning: Ég er að spá í hvort ég geti bætt við bókhaldsflokkana. T.d. haft flokk sem heitir tryggingar?

Svar: Það er ekkert mál. Þú getur breytt öllum flokkum útgjalda. T.d. ýtt á „Breyta“, og endurnefnt útgjaldalið sem þú telur að ekki sé þörf fyrir. Þá getur þú stofnað nýjan útgjaldalið efst á síðu.

Spurning: Er forritið viðurkennt af RSK?

Svar: Sennilega ekki, Þú getur notað Excel og sett upp flókna útreikninga. Einnig getur þú notað Manager, sem er tilbúið forrit sem er fyrst og fremst hugsað fyrir þá sem vilja halda utan um útgjöld, tekjur og birgðir. Það hentar þeim sem hyggjast auðvelda bókara og/eða endurskoðanda gerð VSK skýrsla og ársuppgjöra. Athugaðu að bókarinn þinn hefur einnig frían aðgang að forritinu, sem segir okkur að þú getur afritað niðurstöður ársins og sent þær í lokavinnslu hjá bókaranum.

_______________________________________________________________________________________________________________

Gott ráð fyrir þá sem vilja prófa forritið og gera tilraunir, er að stofna auka fyrirtæki. Nefna það til dæmis Tilraun ehf. Þarna má æfa sig að vild, setja upp lager, stofna sýndar viðskiptavini, svo sem einhvern jón Jónsson og fleira án ábyrgðar. Síðan má nota fengna reynslu þegar kemur að færslum í alvöru fyrirtækinu.

Athugið: Ég undirritaður þýddi forritið yfir á íslensku að 3/4 hlutum. – Að öðru leyti hef ég engan ávinning af dreifingu og uppsetningu þess. Fyrirspurnum og/eða athugasemdum skal beina til eiganda og ábyrgðamanns á vefsvæðinu: Manager.io– Kveðja, Gunnar Geir


Tengdar greinar

Halldóra Mogensen – „Þetta er þá þriðji mánuðurinn sem vísvitandi er verið að svindla á öryrkjum“

„Forseti. Þann 20. júní 2018 skilaði umboðsmaður Alþingis áliti þar sem hann lýsti því hvernig Tryggingastofnun ríkisins hefði um árabil

Virðing Alþingis – Orðheldni – Heiðarleiki – Drengskapur.

Segja má að Alþingi sé samansett af nokkrum hópum einstaklinga sem hafa komist á þing með því að gefa kjósendum

29 ummæli

Skrifa athugasemd
 1. Unnur Magnúsdóttir
  Unnur Magnúsdóttir _ $ S,$ s

  Sæl
  Ég er að prófa að nota bókhaldsforritið og hef valið “íslensku” en það er enn á ensku hjá mér. Hvað geri ég til að virkja íslensku þýðinguna.

  Bestu þakkir
  Unnur

  Svara þessari athugasemd
  • Arndís / Gunnar
   Arndís / Gunnar _ $ S,$ s

   Sæl Unnur.
   Þegar þú hefur opnað forritið, þá farðu í Preferences. Þar undir er Language, ýttu á blálitaða línu sem segir að forritið sé á ensku. Flettu og veldu Íslensku. – Í næstu línu fyrir neðan: Date and number format velur þú einnig Íslensku.
   Kveðja, Gunnar

   Svara þessari athugasemd
 2. alda s.joensen
  alda s.joensen _ $ S,$ s

  vantar hentugt kerfi til að skrifa út reikninga

  Svara þessari athugasemd
 3. Hrafnhildur Guðmundsdóttir
  Hrafnhildur Guðmundsdóttir _ $ S,$ s

  Sæll Gunnar hef áhuga á að geta notað forritið fyrir dagmömmu bókhald sem er frekar einfalt. Getur þetta hentað. Ég var að reyna að opna forritið en það strandar á að það vanti manager eða ég gata ekki opnað.
  kveðja
  Hrafnhildur

  Svara þessari athugasemd
  • Arndís / Gunnar
   Arndís / Gunnar Höfundur _ $ S,$ s

   Sæl Hrafnhildur.
   Ég biðst afsökunar á síðbúnu svari. Smá misskilningur vegna uppsetningar á nýjum póstþjóni og einhverjir póstar lentu óvart og óverðskuldað í ruslapósti, -ætti ekki að gerast aftur. 🙂 – Gast þú fundið leið til að opna Manager forritið?
   Kveðja, Gunnar

   Svara þessari athugasemd
 4. Adolf Bragi
  Adolf Bragi _ $ S,$ s

  Hæj.

  Ég er búinn að setja þetta forrit upp í tölvunna mína og nú stenda ég á gati. Getur þú sagt mér hvernig ég bý til vörur til þess að ég geti búið til sölu reikninga.

  Svara þessari athugasemd
  • Arndís / Gunnar
   Arndís / Gunnar Höfundur _ $ S,$ s

   Sæll Adolf Bragi og afsakaðu að ég svaraði þér ekki fyrr. Póstþjónninn færði nokkra pósta í ruslapóst og ég var að uppgötva þá í dag. Ætti ekki að gerast aftur. – Ert þú búinn að finna aðferðina við að búa til vöru? – Kveðja, Gunnar

   Svara þessari athugasemd
 5. Michael Johannes Kissane
  Michael Johannes Kissane _ $ S,$ s

  Ég er enskumælandi (og íslenskan svona la la) og sé ég á reiknings eyðublað eitthvað sem er skráð og kallað ‘endurgreiðsla’ sem er á ensku ‘refund’. Seljendur er ekki að fá eða gefa neitt refund…er e.t.v. mistulkun á þessu? Er kannski ‘prior payment’ betur. Hvaðan (í kerfinu) kemur þetta? Bara forvitun. Takk, Mike Kissane

  Svara þessari athugasemd
  • Arndís / Gunnar
   Arndís / Gunnar Höfundur _ $ S,$ s

   Sæll Mike Kissane.
   Takk fyrir athugasemd við Manager. Getur þú vinsamlegast sent mér skjáskot af reiknings eyðublaðinu sem þú ert að tala um. Ég finn þetta ekki í kerfinu hjá okkur. – Kveðja, Gunnar

   Svara þessari athugasemd
 6. Pálína
  Pálína _ $ S,$ s

  hæ, hæ,
  er að prufa þetta fyrir mjög lítið fyrirtæki og bjó til svona tilraunarfyrirtæki. Síðan fór ég í dagbók og ætlaði að prufa að gera dagbókarfærslur sem fara út og inn af bankareikning en ég fæ ekki upp val um að geta sett inná banka – þarf ég að haka í eitthvað eða ?
  kærar þakkir

  Svara þessari athugasemd
  • Arndís / Gunnar
   Arndís / Gunnar Höfundur _ $ S,$ s

   Sæl Pálína og þakka fyrirspurn.
   Þú stofnar Bankareikning og eða Fjármagnsreikning, ferð síðan í “Stillingar” opnar “Upphafsdagur viðskipta” og færir inn 1 janúar 2015 – Þegar þetta er búið færð þú bankareikninginn þinn sem valkost í dagbókafærslum. – Hafðu endilega samband ef einhverjar frekari spurningar vakna.
   Kveðja, Gunnar

   Svara þessari athugasemd
   • Elva Dögg
    Elva Dögg _ $ S,$ s

    Ég fæ þetta ekki til að virka hjá mér. Sama hvað ég reyni að breyta upphafsdagsetningunni þá kemur bankareikningurinn aldrei upp sem valmöguleiki til að taka útaf.

    Svara þessari athugasemd
    • Arndís / Gunnar
     Arndís / Gunnar Höfundur _ $ S,$ s

     Varst þú búin að stofna bankareikning? 🙂

     Sæl.
     Smá dæmi til að skilja ferlin í Manager:

     Vinnan við Manager byggist upp á að setja allt upp í réttri röð.
     Þú kaupir vöru:
     1) þú kaupir inn vöru og skráir hver er söluaðili undir Birgjar,
     2) Varan skráist í Birgðir.

     Þú selur vöru:
     1) Þú stofnar viðskiptavininn undir Viðskiptavinir
     2) þú selur honum af birgðunum.

     ———————————————————–

     Ath. Þú getur fært tekjur í sjóð og útgjöld úr sjóði. Sjóður getur allt eins heitið Bankareikningur.
     Skoðaðu í hliðardálki þriðja efst: “Sjóður”, ýttu á Skoða og þar undir koma upp valkostir: Breyta – Taka við greiðslu – Ráðstafa fjármunum – Millifæra fjármuni.

     Vona að þetta hjálpi.

     Kveðja, Gunnar

     Svara þessari athugasemd
   • Pálína
    Pálína _ $ S,$ s

    Hæ hæ
    Varðandi stofnun á bankareikningi og gera eins og þú lýsir hér fyrir ofan þá virkaði það ekki hjá mér og þurfti ég því að færa banka 2015 undir “Bankareikningar” með því að velja annað hvort “Taka við greiðslum” eða “Ráðstafa fjármunum”. Núna er ég að færa 2016 og þá prufaði ég að stofna bankareikning undir “Stillingar”, “Kort yfir reikninga” og stofnaði þar nýjan reikning undir “Eignir” sem ég nefndi banki. Þessi reikningur kemur upp í dagbókinni en ekki hinn.
    Er ekki í lagi að nota hann frekar heldur en hinn – mun það ekki koma rétt út í Efnahag og rekstrinum? (þreytandi að vera alltaf að skipta á milli dagbókar og bankareikning).

    Svo annað varðandi nýtt ár eða áramót. Þarf að gera einhverjar keyrslur áður en byrjað er að færa inn nýtt ár eða sér forritið um að reikna þetta rétt út þ.e. Efnahag, rekstur og hagn/tap?

    kærar þakkir,

    Svara þessari athugasemd
 7. Amalía
  Amalía _ $ S,$ s


  ég get ekki sett vsk á reikninga, réttara að lára hvað skatturinn er mikill af reikningi, er það ekki hægt ??

  Svara þessari athugasemd
  • Arndís / Gunnar
   Arndís / Gunnar Höfundur _ $ S,$ s

   Sæl Amalía.
   Neðst til vinstri í aðalvalmynd er valkostur sem nefnist “Stillingar”, farðu þar inn og ýttu á VSK prósentuflokkar. Þar ferð þú í “Ný VSK prósenta” og færir inn 24%
   Farðu svo aftur í: Stillingar/Sölureikningar-Forstillingar og hakaðu í kassa efst í hægra horni. Eftir þetta ættir þú að fá 24% VSK á alla reikninga.
   Kveðja, Gunnar

   Svara þessari athugasemd
 8. Pálína
  Pálína _ $ S,$ s

  hæ,

  Langar að forvitnast um hvort að hægt sé að ná í þetta forrit í eina tölvu og bóka td. kannski í 2 ár í henni. Síðan er sú tölva kannski orðin gömul og hæg og maður kaupir sér nýja tölvu – getur maður náð öllu yfir í nýju tölvuna sem maður er búin að færa í gömlu tölvunni?
  Eða þarf maður þá að vera með net-forritið?

  kær kveðja
  Pálína

  Svara þessari athugasemd
  • Arndís / Gunnar
   Arndís / Gunnar Höfundur _ $ S,$ s

   Sæl Pálína og þakka fyrirspurn.
   Ef þú tekur hefðbundið öryggisafrit af gögnunum þínum áður en þú skiptir yfir í nýja uppsetningu, á að vera hægur vandi að færa gögnin yfir í nýja tölvu. þú setur upp nýjan Manager og keyrir hann upp. Undir flibbanum “Fyrirtæki” ferð þú í aðgerð “Nýtt fyrirtæki” og velur þar aðgerðina “Innsetja afrit”. Þarna kemur upp gluggi þar sem þú getur valið afritsskjalið sem þú ert væntanlega með á USB minnislykli.
   Kveðja, Gunnar

   Svara þessari athugasemd
 9. Hjörtur Jóhannsson
  Hjörtur Jóhannsson _ $ S,$ s

  Sæll og þakkir fyrir óeigingjarnt starf við þýðingu á þessu bókhaldsforriti!

  Er hægt að “importa” bókhaldslyklum í forritið? Ef svo er, áttu kannski íslenska lykla sem henta vel fyrir minni fyrirtæki sem hægt væri að notast við?

  Kveðja,
  Hjörtur Jóhannsson

  Svara þessari athugasemd
  • Arndís / Gunnar
   Arndís / Gunnar Höfundur _ $ S,$ s

   Sæll Hjörtur og þakka hólið. 🙂

   Þú getur smíðað þína eigin bókhaldslykla og eða breytt þeim sem fyrir eru, með því að fara í aðgerð: Stillingar/Kort yfir reikninga.

   Kveðja, Gunnar

   Svara þessari athugasemd
 10. Pálína
  Pálína _ $ S,$ s

  Hæ hæ,

  Ég er með eina fyrirspurn í viðbót (sjálfsagt eftir að koma með fleiri).
  Er hægt að lesa/færa færslur yfir í excel fyrir endurskoðanda?

  kveðja,
  Pálína

  Svara þessari athugasemd
  • Arndís / Gunnar
   Arndís / Gunnar Höfundur _ $ S,$ s

   Sæl Pálína og þakka fyrirspurn.
   Þú getur beðið endurskoðanda að setja forritið upp í sinni tölvu og þá getur þú sent honum afritsskjal til að opna og vinna í gögnum. – Það kostar hann ekkert, frítt forrit. Þú getur einnig prentað út lager-, efnahags- og hreyfingalista og látið þau skjöl fylgja bókhaldinu til endurskoðanda. – Því miður hef ég ekki fundið út hvernig gögnum er komið óbrengluðum úr Manager yfir í Excel. Læt þig vita þegar ég finn lausn.
   Kveðja, Gunnar

   Svara þessari athugasemd
 11. Símon
  Símon _ $ S,$ s

  mig vantar activation key ?

  Svara þessari athugasemd

Skrifa athugasemd

<

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.