Gæti sveppur verið að stjórna alþingismönnum?

Gæti sveppur verið að stjórna alþingismönnum?

Stundum, þegar ég fylgist með stjórnmálaumræðunni á alþingi, fer ég gjarnan að pæla í hvort stjórnmálamenn geti verið andsetnir. Þeim sé ekki sjálfrátt, tali þvert um hug sér og svíki öll gefin loforð. Í búk þeirra hafi plantað sér geimvera, púki eða kannski þróaður sveppur sem hafi upphaflega komið grói sínu fyrir undir stólum og bakvið myndir á veggjum alþingis og leggist þaðan á blásaklausa alþingisþingmenn jafnharðan og þeir mæta til starfa.

Gefum okkur að slæmt afbrigði af táfýlusvepp hafi á einhverjum tíma stökkbreyst og þróað með sér vitsmuni svo hann geti fylgst með umræðum á þinginu. Síðan kynslóð fram af kynslóð væri hann búinn að mynda sér skoðanir á því hvernig eigi að spila á þjóðina með svikum og rangtúlkunum í gegnum nytsama alþingismenn.

Enhverjum kann að finnast þessi hugmynd um yfirtekið vitsmunalífi þingmanna langsótt skilgreining. – En takið nú vel eftir. Það var í dag að RÚV, -útvarp allra landsmanna greindi landsmönnum frá undarlegum svepp. – Látum fréttamann RÚV Davíð Roach Gunnarsson og Arnar Pálsson erfðafræðing viðmælanda síðdegisútvarps hafa orðið:

Sveppur tekur stjórn á flugum

„Til er sveppategund sem sýkir flugur af ýmsum tegundum og tekur yfir hegðun þeirra og lætur lúta sínum vilja með það að markmiði að fjölga sér.
„Þetta er sveppur sem hefur verið þekktur í rúma öld, fannst fyrst á húsflugum og öðrum flugum,“ segir Arnar Pálsson erfðafræðingur í viðtalið við Síðdegisútvarpið. Sveppasýkingin hefur þau áhrif að flugurnar hætta að fljúga og fara að klifra upp veggi eða stilka. „Næsta skref í sýkingunni er að flugan finnur mikla þörf til að reka út á sér ranann, og aukaverkun af sýkingunni er að munnvatnið verður límkennt. Þannig á endanum situr flugan föst á rananum hátt uppi á stilk eða vegg. Hún kemst ekki neitt og sveppurinn yfirtekur líkama hennar, vængirnir færast frá búknum og hanga aftur, og að endingu vex sveppurinn út um öll möguleg op og býr til gró og gróliði.“ Með því að stýra flugunni á háan stað, festa hana og breiða úr vængjunum, eykur sveppurinn líkurnar á því að gróin dreifist vítt og breitt.

Sveppurinn nærist á öllum innri líffærum flugunar, hjarta, heila og vöðvum, og vex svo út um öll möguleg op. – Arnar segir þetta hafi verið þekkt lengi en nýleg rannsókn á ávaxtaflugum skýrir betur ferlið hvernig sveppurinn tekur yfir taugakerfi flugnanna. Sveppurinn heitir entomophthora muscae, sem gæti útlagst „eyðandi skordýra“, og hann sýkir margar tegundir flugna af ætt tvívængja. Carolyn Elya, sem er nýdoktor við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum, varð fyrst vör við sveppinn þegar hún fann dauðar ávaxtaflugur á svölunum sínum sem voru hvítar af myglu. Hún náði gróum og tók með sér á tilraunastofu þar sem hún sýkti fleiri flugur, en ávaxtaflugan er mjög gott verkfæri í slíkar rannsóknir því líffræðingar hafa rannsakað hana í rúma öld og þekkja erfðir hennar og taugakerfi, og búa yfir margvíslegum verkfærum til að kveikja og slökkva á genum og þar með tilteknum stöðvum og kerfum í heila flugunnar.

Hornsíli missa óttatilfinningu

Ýmis önnur dæmi eru úr náttúrunni um sníkjudýr sem stýra að einhverju leyti hegðun hýsilsins. Arnar segir þekktustu dæmin vera sníkjudýr með flókna lífsferla. „Sem sýkja eina tegund en þurfa síðan að komast í annað búsvæði og sýkja næstu tegund, hoppa á milli tveggja eða þriggja hýsla. Eins og hárormar þeir geta farið inn í skordýr, krybbur eða eitthvað, og ýtt þeim í átt að vatni, því næsti hýsill býr í vatni.“ Þá séu dæmi um örverur sem sýkja hornsíli þannig þau missi óttatilfinninguna og séu því auðétin af fuglum sem sníkjudýrin komast þá inn í. En nú eru þekkt dæmi um að mygla getur valdið ónæmisviðbrögðum hjá fólki og til eru sveppir sem valda ofskynjunum, gæti sveppur eins og þessi haft áhrif á fólk? „Þetta er heillandi hugmynd en ég veit nú ekki til þess að þeir séu að brúka mannfólkið á þennan hátt. Þessi tegund virðist blessunarlega bara sýkja tvívængjur.“ Sjá frétt RÚV hér

Hér má skoða fróðlegt myndband um hvernig maurar verða fyrir barðinu á margnefndum sveppum:


Tengdar greinar

Fimm ljósastaurar niður að sorpmóttökunni…….

…En ekki einn einasti ljósastaur er niður að hesthúsahverfinu okkar. – Þeir sem heimsækja sorpmóttökuna fara alla jafnan um í

Guðmundur Ingi Kristinsson, alþingismaður segir aðskilnaðarstefnu í málefnum eldriborgara og öryrkja

Guðmundur Ingi, Flokki fólksins, segir það stefnu stjórnvalda að skilja að veikt fólk og eldri borgara þessa lands. Aðskilnaðurinn fari

“Best fyrir” stimplun matvöru – framhald

Samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands, er versluninni Samkaup Strax á Fáskrúðsfirði, leyfilegt að selja rúsínupakka sem er kominn 9 mánuði

Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!

Skrifa athugasemd

<

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.