Gári frá Auðsholtshjáleigu – Kynning

Gári frá Auðsholtshjáleigu – Kynning

Gári frá Auðsholtshjáleigu Fæddur 1998 undan Orra frá Þúfu og Limru frá Laugarvatni. Gári er glæsilegur stóðhestur sem hlotið hefur fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi og fyrsta sæti. – Í umsögn um  Gára segir m.a. að hann gefi stórglæsileg og sterkbyggð hross. Hæfileikar alhliða, framgangan einörð, vilji ásækinn. Afkvæmin fasmikil með góðan fótaburður.

Um ræktunarbúið segir: “Gunnar Arnarson og Kristbjörg Eyvindsdóttir hafa ræktað hross á Auðsholtshjáleigu síðastliðin sautján ár. Þau byrjuðu með fjórar hryssur en í dag fæðast á búinu 15 til 20 folöld á ári.Á þeim tíma hefur búið sýnt 26 stóðhesta til 1.verðlauna, og 39 hryssur og það gerir alls 65 1.verðlauna hross . Auðholtshjáleiga hefur fjórum sinnum hlotið titilinn ræktunarbú ársins: 1999, 2003, 2006 og 2008  . Ellefu sinnum hefur búið verið tilnefnt til verðlaunanna.” – Sjá nánar á vefsvæði Auðsholtshjáleigu: http://horseexport.is/is/stoehestar


Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!