Gjaldskrá Vestmannaeyjabæjar til fyrirmyndar

Gjaldskrá Vestmannaeyjabæjar til fyrirmyndar
By Hansueli Krapf (Own work Simisa (talk · contribs)) [CC-BY-SA-3.0], via Wikimedia Commons

By Hansueli Krapf (Own work Simisa (talk · contribs)) [CC-BY-SA-3.0], via Wikimedia Commons

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja þann 15. apríl 2014 var tekin fyrir gjaldskrá bæjrfélagsins. Þar segir: “Á seinustu árum hefur allra leiða verið leitað til að gera rekstur Vestmannaeyjabæjar sem hagkvæmastan. Ekki er langt síðan Vestmannaeyjabær var eitt skuldsettasta sveitarfélag á landinu og fastur rekstur þess tók til sín nánast allar tekjur. Framkvæmdir voru takmarkaðar og þær fjármagnaðar með lánsfé sem illa gekk síðan að standa skil á. Íbúafækkun var viðvarandi og óánægja meðal bæjarbúa alvarlegt vandamál. Breytinga var þörf.
Ytri skilyrði hafa nú verið okkur hagstæð um nokkurt skeið. Það tækifæri hefur Vestmannaeyjabær nýtt til að ná fram breytingum til batnaðar. Um leið og dregið var úr rekstrarkostnaði td. með fækkun millistjórnenda, sameiningu stofnanna og fl. var ráðist í algera endurskipulagningu á rekstri sveitarfélagsins. Verðmætar eignir voru seldar, lán greidd niður og skuldbindingar greiddar upp. Allra leiða hefur verið leitað til að draga úr rekstrarkostnaði og ávinningi af slíku skilað til baka til bæjarbúa með aukinni þjónustu og lægri gjaldskrám. Á ótrúlega skömmum tíma hefur sveitarfélagið tekið algerum viðsnúningi. Vestmannaeyjabær er nú svo gott sem skuldlaus, bæjarbúar mælast með þeim ánægðustu á landinu öllu skv. þjónustukönnun Capacent, íbúum fjölgar ár eftir ár og nálgast nú að verða 4300 og víða um bæ sjást merki framkvæmda sem enn mun hækka þjónustustig samfélagsins í Vestmannaeyjum og bæta búsetuskilyrði.

Nú liggja fyrir ársreikningar Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2013. Niðurstaða þeirra er til marks um þann árangur sem vikið var hér að ofan.

Í ljósi niðurstöðu ársreikninga og þeirrar sterku stöðu í rekstri Vestmannaeyjabæjar sem þar kemur fram samþykkir bæjarstjórn að lækka gjaldskrár og auka þjónustu á velferðarsviði sem hér segir:

1. Niðurgreiðsla til dagmæðra verði hækkuð úr 29.750 kr. í 40.000 kr.

2. Niðurgreiðsla til dagmæðra hefjist fyrr og að viðmiðunaraldur lækki úr 15 mánuðum niður í 12 mánuði.

3. Vistunargjald fyrir 8 klst vistun fari úr 25.280 kr. í 23.763. krónur (lækki um 6%).

4. Vistunargjald í Frístundaveri verði lægst viðmiðunarsveitarfélaga eða 14.020.

5. Frítt verði í sund fyrir öll börn bústett í Vestmannaeyjum (að 18 ára aldri).

6. Öldruðum verði áfram auðveldað að búa í eigin húsnæði með niðurfellingu á fasteignarskatti.

Tillagan var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.


Tengdar greinar

Ellert B Schram ávíttur fyrir umbótastarf af Landssambandi eldri borgara

Landssamband eldri borgara, sem eru yfirsamtök allra eldri-borgara-félaga á Íslandi. Ætlar ekki að vera í samfloti með verkalýðshreyfingunni eins og

Fótanuddtækjasyndrómið

Þetta syndróm eða heilkenni, er kennt við innkaupaæði sem fangaði þjóðina fyrir nokkrum áratugum. Tækið, sem endaði í flestum tilvikum

Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!