Útsvar og gjaldskrár Fjarðabyggðar árið 2014

Útsvar og gjaldskrár Fjarðabyggðar árið 2014

Útsvarsprósenta Fjarðabyggðar hækkar úr 14,48% í 14,52% sem er hæsta leyfilega útsvarsprósenta. – “Tvö sveitarfélög á landinu nýta sér heimild til að leggja á lægsta útsvar á landinu. Þetta eru Skorradalshreppur og Grímsnes- og Grafningshreppur. Þar er útsvarið 12,44%. Útsvarið er 12,48% í Ásahreppi. Af 74 sveitarfélögum leggja 58 á hámarksútsvar sem er 14,52%. Þrjú sveitarfélög lækka útsvarið.” – Mbl.is

Gjaldskrá tónlistarskóla Fjarðabyggðar hækkar um 10% á milli ára. Fullt nám: 60 mín. á viku. Gjald á önn 21 árs og eldri, fer úr 53.600 krónum upp í 58.960 krónur.

Árskort í bókasöfnum hækka um 100 krónur. Úr 2300 krónum í 2400 krónur.

Fellt er út úr gjaldskrám að 67 ára og eldri fái frían aðgang að sundstöðum, hins vegar fá þeir hinir sömu aðgangskort að gjöf frá bæjarfélaginu. – Ekki kemur fram á vefsvæði bæjarfélagsins hvernig að þessum gjafakorta úthlutunum verður staðið.


Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!