Góðar fréttir – Fjarðabyggð

Góðar fréttir – Fjarðabyggð

Vefsvæði Fjarðabyggðar greinir frá því að uppsetningu á GSM stöð í Fáskrúðsfjarðargöngum sé lokið og hún gangsett. – Sendar eru á þremur stöðum í göngunum og gefa niðurstöður mælinga til kynna að samband sé í senn gott og samfellt.

Þá segir að Síminn hafi tilkynnt að á fyrri parti næsta árs standi til að auka nethraða á Stöðvarfirði og bjóða Stöðfirðingum fulla sjónvarpsþjónustu.

Úr greinagerð um Atvinnuþróunarsjóð Austurlands:  …..”Með styrkingu sjávarútvegs og uppbyggingu álvers á svæðinu hefur þörf fyrir grunnuppbyggingu atvinnulífs á svæðinu minnkað en önnur verkefni þurfa nú sérstaka athygli, s.s. hvað varðar aukningu í fjölbreytni starfa, þróun leiða til að ná stöðugleika í búsetu á svæðinu o.fl. Slík verkefni þarfnast þróunar- og rannsóknarvinnu í samstarfi m.a. við stærstu fyrirtækin á svæðinu. Því er mikilvægt að endurnýjaðar samþykktir sjóðsins geti heimilað framlög t.d. í tímabundin verkefni. Sem dæmi væri hægt að ráða í verkefnastjórastarf á árinu 2013 til að vinna í fyrrgreindum verkefnum”. Sjá vef Fjarðabyggðar.

gongin2


Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!