Gróðursetning við hesthúsahverfið

Gróðursetning við hesthúsahverfið

Síðastliðinn laugardag bauðst íbúum Fjarðabyggðar að sækja sér frían trjágróður upp í fjallshlíðinni fyrir ofan barnaskólann  á Fáskrúðsfirði. Hestamenn þáðu boðið ásamt mörgum öðrum. Þarna voru þau Palli á stóru gröfunni sinni, Dagga, blómakona og Annette trjáþegum til aðstoðar og ráðgjafa.

Skemmst er frá að segja að fjallshlíðin fylltist af jeppum með stórar kerrur í eftirdragi og á sex tímum varð hlíðin nánast trjálaus. Við hestamenn á Fáskrúðsfirði mættum með kerru og árangur þess má sjá á meðfylgjandi myndum.


Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!