Grútarmengun í Fáskrúðsfirði

Það skyggði á veðurblíðuna í dag að þykkt grútarlag mengaði sjó og fjöruborð í firðinum fagra. Smábátahöfnin fór ekki varhluta af kræsingunum eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Um og upp úr hádegi var mannskapur kominn að krikanum við utanverða smábátahöfnina til að þrífa ógeðið. Enginn viðstaddra vissi hvaðan grúturinn hefði borist. – Einn hreinsunarmanna lét hafa eftir sér að grúturinn færi þó betur í fjörunni, en mannasaur, en af honum væri nóg á þessu svæði.
Tengdar greinar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson bullar í fjölmiðlum…
..þegar hann segir verðtryggða íslenska krónu „sterkasta og stöðugasta gjaldmiðil heims“. – Verðtryggða krónan sem slík “VERÐTRYGGД -er trúlega gulls
Folald fætt
Þetta fallega folald fæddist í hesthúsahverfinu okkar að morgni föstudags. Eigendur eru að vonum glaðir með að fá glæsilegt merfolald
Frábært veður til útiveru
Stillur og hlýindi hafa einkennt veðrið að undanförnu. Kalt í dag en seinni partinn á morgun á að hlýna í