Gúmmíbátaþjónusta er dýr þjónusta

Gúmmíbátaþjónusta er dýr þjónusta

Við eigum eldri sportbát og með honum fjögra manna gúmmíbjörgunarbát í tösku. Ætlast er til að báturinn sé opnaður og skoðaður á þriggja ára fresti svo hann haldist í ábyrgð.

Á þessu vori er komið að því að hann verði skoðaður og var haft samband við söluaðila og óskað eftir verði á skoðun.

Uppgefið skoðunargjald/grunngjald kr. 45.000,-
Ef skipta þarf um rafhlöðu að auki Kr. 15.000,-

Samtals kr. 60 þúsund.

Svarið sem okkur barst tilgreindi ekki hvað umrætt skoðunargjald stendur fyrir. – Átti að blása bátinn upp, hoppa á honum í smá stund og ef hann þyldi það, hleypa úr honum og skrifa reikning fyrir skoðunargjaldi?

Er ekki full ástæða fyrir skoðunaraðila að tíunda hvað er innifalið í grunngjaldinu “skoðun”, annað en það sem að ofan greinir?

Svo virðist sem sumir aðilar geri útá að selja vörur “ódýrt” en ná síðan steinbítstaki á “viðskiptavininum” þegar kemur að þjónustunni á tækinu. Þarna vísast í tölvuprentara sem við keyptum hérna um árið og þótti sanngjarnt verðlagður, en þegar kom að því að kaupa prentsvertu í hann, þá var hún á svipuðu verði og prentarinn sjálfur.


Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!