Hækkaðar álögur á neftóbakskalla

Hækkaðar álögur á neftóbakskalla

Neftóbak hefur hækkað um 450% frá hruni. – Um þessi áramót stendur til að hækka verðið enn frekar. – Réttlætingin fyrir hækkuninni er að unglingar sem stunda íþróttir séu að taka neftóbak í vör.

Með svipuðum eða sambærilegum rökum mætti hækka álögur á nánast hvað sem er. Dæmi: Sykur, einhverjir unglingar brugga og drekka áfengi. – Ger, nota þeir í sama tilgangi. Þá mætti koma á vatnskranagjaldi, þar sem unglingurinn þarf að nota vatn þegar hann bruggar áfengi.

Annars er ekki langt síðan sykurinn var hækkaður um 150 krónur á hvert kíló á þeim forsendum að hann sé óhollur. Þar með hækkuðu nánast sjálfkrafa álögur á sykurbætta skyrafurði og morgunkorn.

Þegar upp er staðið og það sem stendur uppúr er að vísitala neysluverðs hækkar og þar með verðtryggðu lánin okkar.


Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!