Hagsmunafélag hestamanna

Hagsmunafélag hestamanna

Hagsmunafélag Hestamanna á Kjalarnesi var stofnað í mars 2010

Tilgangur félagsins er samkvæmt samþykktum þess eftirfarandi:

1) Að koma á framfæri sjónarmiðum félagsmanna í málum sem varða sameiginlega hagsmuni þeirra svo sem í skipulags-, landnýtingar- umferðar-  og öryggismálum m.a. gagnvart ríkisvaldi og sveitarfélögum.
2) Að beita sér fyrir því að reiðvegir verði lagðir.
3) Að stuðla að því við borgarstjórn að fyrir hendi sé hesthúsahverfi fyrir félagsmenn.
4) Stuðla að því að fyrir hendi sé aðstaða til beitar fyrir félagsmenn innan svæðisins.
5) Beita sér fyrir því við borgarstjórn og skipulagsyfirvöld á hverjum tíma að umferðarréttur sé tryggður og reiðgötur inni á samþykktu skipulagi.
6) Að áningarstöðum sé viðhaldið og þeir greinilega merktir.

Þátttakendur fyrsta fundar voru 11 talsins og í samræmi við boðun fundar var rætt um tilgang með slíku félagi og voru fundarmenn á einu máli um þörfina til að vinna að framgangi málefna hestamanna á svæðinu.

——————————————————————–

Í samþykktum á fundi Eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, Fjarðabyggðar sem haldinn var þann 11. júní sl. kemur fram að bæjarfélagið okkar er reiðubúið að gera afnotasamning við félag hestamanna (óstofnað félag) um ónýtt land í nágrenni hesthúsabyggðarinnar á Fáskrúðsfirði sem beitarland. Félagið sjálft mun sjá um að skipta landinu milli félagsmanna. – Þá vill bæjarfélagið í samráði við hestamenn klára tillögu að deiliskipulagi svæðisins ásamt endurbótum og lagningar reiðvega.

Vandséð er hvernig hægt er að koma sameiginlegum hagsmunum hestamanna á Fáskrúðsfirði heim og saman ef ekki næst samkomulag um stofnun sérstaks hagsmunafélags eða breyttum tilgangi hestamannafélagsins Goða, sem áður var starfandi.


Tengdar greinar

Gamlingjar á glæpabraut

Sagan greinir frá nokkum eldri borgurum á elliheimili, þar sem niðurskurður er kominn að sársaukamörkum. Kanelsnúðarnir horfnir af matseðlinum og

Leiðrétting – Viðskiptanetið

Okkur hefur borist leiðrétting frá forsvarsmanni Viðskiptanetsins, Jónasi Guðmundssyni. Missagt var í eldri grein okkar; “Er Viðskiptanetið að geispa golunni?”

Verðtrygging – prósentur og vísitölur

Greindarvísitala okkar Íslendinga er ein sú hæsta á byggðu bóli. Við erum einstaklega gáfuð, falleg, sterk og eigum bráðefnilega stjórnmálaskörunga

Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!