Hagtölur um íslenska hestinn

Hagtölur um íslenska hestinn

Hrossarækt og hestamennska auk hestatengdrar ferðaþjónustu skilar á annan tug milljarða inn í þjóðarbúið í dag. Tekjur verða til af tamningu og þjálfun hrossa auk annarra tekna svo sem heysölu og blóðtöku úr hryssum til lyfjagerðar. Ört vaxandi eftirspurn er eftir þjónustu tengdri skoðanaferðum á hestum. – Hestamennska skapar aukna atvinnu fyrir söðlasmiði, dýralækna, járningamenn, flutningabílstjóra og bændur sem þjónusta hestamenn með hagabeit og fl.

Í Skagafirði og sveitum Árnessýslu fást umtalsverðar tekjur af mótahaldi á hverju ári. – Íslenski hesturinn er glæsileg landkynning og eftirsóttur um víða veröld vegna einstakra ganghæfileika og fegurðar.

Brúnó frá Voðmúlastöðum


Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!