Heimsmeistaramót íslenska hestsins

Heimsmeistaramót íslenska hestsins

…..verður haldið dagana 05.-12.ágúst 2013 í Berlín höfuðborg Þýskalands. Þetta verður án efa einstakt mót þar sem íslenski hesturinn á eftir að fá mikla athygli.  Fjöldi áhorfenda mun fylgjast með mótinu og ekki spillir fyrir að Berlín er mikil menningarborg. – Mótið er haldið á Pferdesportpark Berlin Karlshorst þar sem verið er að byggja glæsilegt mótssvæði fyrir hesta og menn.  þaðan er stutt í Brandenburgar hliðið, Reichstag (þýska þingið) og Alexanderplatz. Karlshorst er í 9 mín fjarlægð frá Berlín Brandenburg alþjóðlega flugvellinum.”

Úrval-Útsýn er með ferðir á mótið í samvinnu  við landsliðið og LH. Ferðin er frá 5.ágúst til 12.ágúst. Flogið beint á Berlín, gist á hótel Estrel 4* hóteli í Berlín sem er í 7 km fjarlægð frá mótsstað.  Á vellinum er Úrval-Útsýn með miða í yfirbyggðri stúku á besta stað á vellinum.  Ýmislegt verður í boði á móttstað og á hóteli,  m.a. verður farið yfir horfur og framvindu mótsins með skemmtilegum spekingum, móttökuteiti og fleira þess háttar. Nánari dagskrá verður auglýst síðar.

Innilfalið í verði sem er frá 194.500,- á mann er; Flug, skattar, akstur, miðar í yfirbyggðri stúku sem gilda alla vikuna, gisting á Hótel Estrel 4* með morgunmat, síðar auglýst dagskrá og ýmsar lokaðar uppákomur, skoðunarferð um Berlín og íslensk fararstjórn. Hægt er að bóka far á vefsvæðinu: http://www.urvalutsyn.is/ithrottir/ferd/1854/hm-hesta-2013-wow-seinna-flug-6-13-agust/


Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!