Hestabann í Fáskrúðsfirði?

Hestabann í Fáskrúðsfirði?

Ótrúleg hesta-bannskiltavæðing hefur skollið á Fáskrúðsfirði. Fljótt á litið má ætla að hestamönnum sé með öllu bannað að fara um fjörðinn, en svo er þó ekki. Ef grannt er skoðað má enn finna eina eða tvær reiðgötur þar sem hestamenn geta farið um á fákum sínum. – Hestamenn hafa verið í sambandi við ráðamenn Fjarðabyggðar vegna þessa og vonast til að bannskiltin verði fjarðlægð og í stað þeirra verði sett upp leiðbeinandi skilti þar sem göngu- og reiðstígar verði skilgreindir með hæverskari hætti.


Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!