Hrossabeit gegn sinueldum

Hrossabeit gegn sinueldum

Eftir ítrekaða sinuelda að undanförnu rifjast upp að gerðar hafa verið athyglisverðar tilraunir með hrossabeit í skóglendi og á öðrum friðuðum svæðum, sjá: http://www.mbl.is/greinasafn/grein/337081/

Haft er eftir slökkviliðsstjóranum Bjarna Þorsteinssyni í Borgarbyggð að hrossabeit sé af hinu góða. Hann segir að menn hafi tekið eftir að eldurinn stöðvaðist og fór ekki yfir svæði þar sem hross höfðu verið á beit þegar stóru Mýraeldarnir voru fyrir sex árum. – Hann segir í viðtali við Vísi.is að því miður verði margir tortryggnir ef minnst er á að fá hross til að hreinsa svolítið til.


Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!