Hrossabeit í Stöðvarfirði

Hrossabeit í Stöðvarfirði

Einstaklingi á Stöðvarfirði hefur verið úthlutuð beitaraðstaða fyrir hross í landi Hvalnes Stöðvarfirði. – Á síðasta fundi Eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar segir um umsókn hesteigandans:

“Jörðin Hvalnes í Stöðvarfirði er eign sveitarfélagsins.  Landið hefur ekki verið nýtt um áraraðir. Það verður því ekki annað séð, en að heimild til þess að beita heimatún jarðarinnar verði til góðs fyrir jörðina.” – Þá segir; “Umsækjandi skal fjarlægja núverandi girðingar á þeim túnum / hólfum sem hann ætlar að nýta og girða með rafmagnsgirðingum. Leyfi til beitarinnar er til eins árs í senn.”

Afstaða ráðamanna Fjarðabyggðar er jákvæð og vonandi er að hesthúsaeigendur og hestamenn á Fáskrúðsfirði komi saman hið fyrsta til að stofn með sér heildstæðan hagsmunahóp um beit, skipulag og aðra aðstöðu í nálægð við hesthúsahverfið.


Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!