Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga verður áttrætt á næsta ári

Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga verður áttrætt á næsta ári

Þann 6. ágúst næstkomandi munu ráðamenn Kaupfélagsins og flestir fáskrúðsfirðingar fagna 80 ára afmæli verslunarinnar á staðnum. – Kaupfélagið ásamt Loðnuvinnslunni hafa staðið vel að málum í gegnum tíðina, hagrætt í rekstri og komið niður á fæturnar í öllum vanda. – Kaupfélagið hefur byggt upp og endurnýjað eldri hús sem að niðurloti voru komin og staðið að fegrun bæjarfélagsins svo eftir er tekið af gestum og gangandi. Kaupfélagið okkar er ekki bara hér til að græða, það vinnur að uppbyggingu og umbótum. – Ég hef þá trú að Kaupfélagið eigi sér níu líf eins og kötturinn. – Þarna séu stjórnendur innanborðs sem leysi hvern vanda eins og best má hverju sinni. – Orðróm þess efnis að leggja eigi kaupfélögin á Eskifirði og Fáskrúðsfirði niður snemma á næsta ári, tel ég bull og neita að trúa.


Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!