Mikil ásókn í leyfi fyrir fiskeldi

Mikil ásókn í leyfi fyrir fiskeldi

Nýverið hafnaði Heilbrigðisnefnd Austurlands 15 umsóknum um allt að 200 tonna starfsleyfi fyrir fiskeldi í þrem fjörðum hér fyrir austan. – Skýring á höfnun er að: “Umhverfisstofnun hefur þegar gefið út starfsleyfi fyrir fiskeldi í Berufirði (6000 tonn af laxi og 2000 tonn af regnbogasilungi), Fáskrúðsfirði (3000 tonn af þorski) og Reyðarfirði (6000 tonn af laxi). Auk þessa hefur Heilbrigðisnefnd Austurlands gefið út tvö 200 tonna leyfi, eitt í Fáskrúðsfirði og annað í Berufirði.

Heilbrigðisnefnd Austurlands telur rétt, að burðarþol umfram þegar útgefin leyfi verði metið í umræddum fjörðum áður en ný starfsleyfi verða gefin út.  Nefndin mun því ekki gefa út ný starfsleyfi í Fáskrúðsfirði, Berufirði og Reyðarfirði að svo stöddu. Jafnframt hvetur heilbrigðisnefnd Umhverfis- og auðlindaráðuneyti og Umhverfisstofnun til að hefja hið fyrsta endurskoðun á gildandi lögum um fiskeldi í sjó.” Sjá: http://www.haust.is/fundargerdir/fundargerdir_heilbrigdisnefndar/133-106fundargerd121212.html#Fundarg106_1

Fiskeldi getur verið ábatasöm búgrein – Fish farm, Lough Swilly (Kenneth Allen) / CC BY-SA 2.0

Sjávarklasinn – Fiskeldi

“Heildarframleiðsla í fiskeldi hér á landi hefur sveiflast nokkuð á milli ára. Á tímabilinu 1985-1990 fór framleiðslan úr nokkur hundruð tonnum í rúmlega 3000 tonn. Frá 1991-2002 hélst framleiðslan í um 3-4000 tonnum, en jókst svo verulega og fór upp í tæp 10.000 tonn með auknu laxeldi 2003-2006. I kjölfar erfiðleika, sem tengdust aðallega sjúkdómum í fiski, hættu nokkur fyrirtæki í laxeldi og heildarframleiðsla fór niður í 4-5000 tonn. Á árinu 2010 var framleiðslan um 5 þúsund tonn og heildarverðmætið var um 4 milljarðar króna. Nú er útlit fyrir að framleiðsla sé að aukast á ný og gert er ráð fyrir töluverðri aukningu á næstu árum.”

Þá segir á öðrum stað í grein:

“Rekstur eldisstöðva er leyfisbundin og hafa komið fram raddir um að leyfisferlið sé flókið og taki langan tíma og sé ekki mjög aðalaðandi fyrir fjárfesta. – Enn er nokkuð í land með að þorskeldi hér á landi verði arðbært. Að geta framleitt þorsk í eldi er þó mjög eftirsóknarvert fyrir sjávarútveg á Íslandi. Mikil vinnsluþekking og miklil fjárfesting í vinnslubúnaði skiptir þar miklu. Með þorskeldi er hægt að fá miklu betri nýtingu á þá fjárfestingu og svo fellur þetta vel inn í það sölukerfi sem rekið er hér á landi í tengslum við sjávarafurðir. Ekki er líklegt að framleiðsla hér á landi verði í verulegu magni, en mögulega ætti að vera hægt að ná 50-100.000 tonna framleiðslu.”

Heimild: http://www.sjavarklasinn.is/fiskeldi


Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!