Ný rafmagnslögn að hesthúsahverfinu

Ný rafmagnslögn að hesthúsahverfinu

Loksins hyllir undir að hestamenn á Fáskrúðsfirði fái alvöru rafmagn í hesthúsahverfið.  Hesthúsaeigendur tóku sig saman nú í vor og sóttu um rafmagn í húsin. – Ófremdar ástand hefur verið í rafmagnsmálum húseignanna á undanförnum árum, þau hafa til þessa verið tengd við mjóan streng ofan frá Rörasteypu húsinu, en sá strengur hefur engan veginn annað þörfinni.

Í dag var hafist handa við undirbúning þess að leggja rafmagnsstreng að hverfinu. Strengurinn verður lagður frá spennistöð sem er staðsett innar í dalnum og borað er fyrir honum undir veginn rétt norðan við Rörasteypu. Starfsmenn Þ.S. verktaka, sem sjá um verkið, telja stutt í að hestamenn fái rafmagn í húsin sín.


Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!