Nýr vegarslóði ofan byggðar í Fáskrúðsfirði

Nýr vegarslóði ofan byggðar í Fáskrúðsfirði

Í grendarkynningu dags. 16. júlí sl., sem borin hefur verið í hús á Fáskrúðsfirði eru kynnt áform Fjarðabyggðar þess efnis að leggja “útivistar- og þjónustustíg” ofan byggðar. Stígnum er ætlað að tengja saman hverfin og tryggja að íbúar eigi möguleika á skemmtilegri gönguleið. Jafnframt mun leiðin nýtast sem þjónustustígur fyrir RARIK, Vatnsveitu Fjarðabyggðar og Skógræktarfélag Fáskrúðsfjarðar segir í umræddri grendarkynningu.

Á fundi Eigna- skipulags- og umhverfisnefndar sem haldinn var þann 11. júní sl. var lögð fram tillaga eigna- og skipulagsfulltrúa frá 7. júní um aðstöðu- og reiðleiðir hestamanna og gangandi vegfarenda á Fáskrúðsfirði.
Á fundinum var samþykkt:  “Fyrirhugaður er stígur ofan þéttbýlisins á Fáskrúðsfirði sem hestamenn munu geta nýtt til að komast út fyrir byggðina.”

Hestamenn gera athugasemd við að framhjá þeim er gengið í ítarlegri upptalningu á þeim sem eiga að hafa afnot af stígnum.


Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!