Nýtt ár með nýjum fyrirheitum

Nýtt ár með nýjum fyrirheitum

SONY DSCVeðrið á nýja árinu hefur verið frábært til þessa og senn sést til sólar inn á fjörðunum.

Forráðamenn Fjarðabyggðar lönduðu nýverið samningi við Fjarðaál um almeningssamgöngur. Samningur þessi gengur útá m.a. að íbúar á Breiðdalsvík, Stöðvarfirði og Fáskrúðsfirði, geti keypt sér far með starfsmannarútum álversins þegar þær aka starfsmönnum þess til og frá vinnu.

Samningurinn kemur þeim til góða sem stunda vinnu í nærliggjandi byggðarlögum. Þannig gæti ímyndaður starfsmaður Byko á Reyðarfirði átt heima á Breiðdalsvík og treyst á rútuferð til og frá vinnu.

Íbúar þessara sömu svæða sem þurfa að sækja þjónustu eða komast í sérvöruverslanir á Reyðarfirði lenda á milli stafs og hurðar í nýja almenningssamgöngukerfinu. Venjulegur íbúi á Fáskrúðsfirði þarf að mæta í rútu klukkan 7:05 að morgni og næsta ferð til baka skilar honum heim klukkan 16:35 – Þetta er 9,5 tíma ferðalag.


Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!