Olía og nikkel hækkar í verði

Olía og nikkel hækkar í verði

Nú í morgunsárið berast þau tíðindi yfir heimsbyggðina að olía og nikkel hafi hækkað á heimsmarkaði um helgina. Ástæðan er sögð að sl. föstudag hafi borist “jákvæðar fréttir af bandarískum vinnumarkaði”. Mbl.is

Ekki er tilgreint nánar í fréttinni hvað var svo jákvætt að gerast á amerískum vinnumarkaði á föstudaginn að það réttlæti eða gefi tilefni til að við, ég og þú, þurfum að greiða hærra verð fyrir að fylla eldsneytistankinn á bílnum okkar.

Við nána leit í fréttum föstudagsins, fannst ein frétt á Mbl.is, sem segir að atvinnuleysi hafi nánast staðið í stað, hækkað um 0,1% og standi í 7,6% “Alls eru um 11,8 milljónir vinnufærir Bandaríkjamenn án atvinnu. – Þá fjölgaði þeim sem hafa verið í atvinnuleit lengur en í 27 vikur og telur sá hópur 4,36 milljónir Bandaríkjamanna.” – Spurning hvort þetta sé jákvæð frétt? Og gefi tilefni til verulegra hækkanna á olíu og nikkel?


Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!

Skrifa athugasemd

<

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.