Pöddur í ferskjum

Pöddur í ferskjum

Sjálfsagt að vera á verði þegar keyptir eru nýinnfluttir ferskir ávextir. Eftir stórmarkaðsferð í gær, laugardag ætluðum við að gæða okkur á ferskjum sem við keyptum. Í stað þess að bíta í ferskjuna, eins og vanalega, var hún skorin í helming.

Á meðfylgjandi myndum má sjá að ferskjan var ekki einsömul, því útúr henni spratt þessi torkennilega padda. Við klufum aðra ferskju og inn í henni var samskonar kvikindi. – Þegar þarna var komið, var matarlystin horfin, ferskjunum pakkað niður í plastpoka og bundið fyrir. – Á vefsvæði Náttúrufræðistofnunar Íslands má sjá umsögn um skordýr sem líkist því sem hér um ræðir.

IMG_0019

IMG_0020

IMG_0018
Myndir: Magnús Guðjónsson


Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!