Pönnukökur í boði bæjarritara

Pönnukökur í boði bæjarritara

11f0eb3ccda9cÁ vefsvæði Fjarðabyggðar segir að það sé gömul hefð hjá Gunnari Jónssyni, bæjarritara, að bjóða samstarfsmönnum í pönnukökur í tilefni af fyrstu komu sólar á Eskifirði þann 14. janúar ár hvert. Hér má sjá bæjarritara munda pönnukökupönnuna á bæjarskrifstofunni í morgun.

Sólarkaffi er drukkið víða um land í tilefni af fyrstu komu sólar og eru þá pönnukökur gjarnan hafðar með. Í Fjarðabyggð sést fyrst til sólar á Eskifirði og Norðfirði. Hún er aðeins seinna á ferðinni á Fáskrúðsfirði eða í kringum 28. janúar, en á Reyðarfirði sést ekki til sólar fyrr en 7. febrúar. Á Stöðvarfirði fer sólin aftur á móti ekki í felur á veturna heldur sést til hennar allt árið. – Sjá vef Fjarðabyggðar.


Tengdar greinar

Sjávarútvegsskóli Fjarðabyggðar

Austurbrú, Vinnuskóli Fjarðabyggðar ásamt útgerðarfélögunum Eskju, Loðnuvinnslunni og Síldarvinnslunni hafa efnt til samvinnuverkefnis í sumar sem gefur nemendum Vinnuskólans kost

Samningar um kaup og kjör

Samningsferli sem innifelur sjálfkrafa prósentuhækkanir á kaupum og kjörum upp allan launastigann, þarf að afnema. Slíkt launa- og samningskerfi skapar

Áherslur í snjómokstri og hálkuvörn

Það vekur almenna aðdáun hversu vel er staðið að snjómokstri hér i Fáskrúðsfirði. – Ég hitti þó mann sem agnúaðist

Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!