Pönnukökur í boði bæjarritara

Pönnukökur í boði bæjarritara

11f0eb3ccda9cÁ vefsvæði Fjarðabyggðar segir að það sé gömul hefð hjá Gunnari Jónssyni, bæjarritara, að bjóða samstarfsmönnum í pönnukökur í tilefni af fyrstu komu sólar á Eskifirði þann 14. janúar ár hvert. Hér má sjá bæjarritara munda pönnukökupönnuna á bæjarskrifstofunni í morgun.

Sólarkaffi er drukkið víða um land í tilefni af fyrstu komu sólar og eru þá pönnukökur gjarnan hafðar með. Í Fjarðabyggð sést fyrst til sólar á Eskifirði og Norðfirði. Hún er aðeins seinna á ferðinni á Fáskrúðsfirði eða í kringum 28. janúar, en á Reyðarfirði sést ekki til sólar fyrr en 7. febrúar. Á Stöðvarfirði fer sólin aftur á móti ekki í felur á veturna heldur sést til hennar allt árið. – Sjá vef Fjarðabyggðar.


Tengdar greinar

Undarlegar vega- og brúarbætur í Fáskrúðsfirði

Nú á haustmánuðum tóku vegagerðamenn sig saman í andlitinu og ákváðu að byggja brúarhandrið yfir Kirkjubólsá hér í Fáskrúðsfirði. Áin

Náttúrupassinn góði

Í dag verður mælt fyrir svokölluðum náttúrupassa á Alþingi íslendinga. Flutningsmaður er Ragnheiður Elín Árnadóttir, ferðamálaráðherra. Passi þessi gerir ráð

Hvar eru flugvélarnar?

Hér má fylgjast með ferðum flugvéla um allan heim, hvaðan þær eru að koma og hvert þær eru að fara.

Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!