Pönnukökur í boði bæjarritara

Pönnukökur í boði bæjarritara

11f0eb3ccda9cÁ vefsvæði Fjarðabyggðar segir að það sé gömul hefð hjá Gunnari Jónssyni, bæjarritara, að bjóða samstarfsmönnum í pönnukökur í tilefni af fyrstu komu sólar á Eskifirði þann 14. janúar ár hvert. Hér má sjá bæjarritara munda pönnukökupönnuna á bæjarskrifstofunni í morgun.

Sólarkaffi er drukkið víða um land í tilefni af fyrstu komu sólar og eru þá pönnukökur gjarnan hafðar með. Í Fjarðabyggð sést fyrst til sólar á Eskifirði og Norðfirði. Hún er aðeins seinna á ferðinni á Fáskrúðsfirði eða í kringum 28. janúar, en á Reyðarfirði sést ekki til sólar fyrr en 7. febrúar. Á Stöðvarfirði fer sólin aftur á móti ekki í felur á veturna heldur sést til hennar allt árið. – Sjá vef Fjarðabyggðar.


Tengdar greinar

Laun og kostnaðargreiðslur þingmanna

Á þessari vefsíðu, sjá hér, “,,eru birtar upplýsingar um laun þingmanna og kostnaðargreiðslur til þeirra. Hægt verður að skoða fyrir

Fáskrúðsfjörður – Vefsíða og góðar ljósmyndir

Á vefnum Fáskrúðsfjörður.123.is, sjá hér má skoða frábærar ljósmyndir þeirra Jóhönnu Kristínar Hauksdóttur og Jónínu Guðrúnar Óskarsdóttur. – Þá eru

Vertu á verði.is, í tjóni

ASÍ láglaunalögreglan, sem heldur utan um vefinn Vertu á verði.is virðist hafa gefist upp á hlutverki sínu við að halda

Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!