Samherji úthlutar 90 milljónum króna til samfélagsverkefna

Samherji úthlutar 90 milljónum króna til samfélagsverkefna
    Samherji hf. boðaði sl. miðvikudag til móttöku í KA-heimilinu á Akureyri og afhenti við það tækifæri styrki til ýmissa samfélagsverkefna upp á 90 milljónir króna. Flestir styrkirnir eru gagngert veittir til að efla barna- og unglingastarf í íþrótta- og æskulýðsfélögum á Eyjafjarðarsvæðinu en einnig hlutu Öldrunarheimilin á Akureyri og Íþróttasamband fatlaðra/Special Olympics veglega styrki. Þetta er í fimmta sinn frá árinu 2008 sem Samherji afhendir slíka styrki. Sjá vef Samherja


Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!