Nýjasta nýtt

  • No posts were found

Sjávarútvegsskóli Fjarðabyggðar

Sjávarútvegsskóli Fjarðabyggðar

Austurbrú, Vinnuskóli Fjarðabyggðar ásamt útgerðarfélögunum Eskju, Loðnuvinnslunni og Síldarvinnslunni hafa efnt til samvinnuverkefnis í sumar sem gefur nemendum Vinnuskólans kost á að sækja Sjávarútvegsskóla Fjarðabyggðar. Í ár verður skólinn í boði fyrir nemendur sem fæddir eru árið 2000 og mun kennsla standa yfir í eina viku. Fyrirmynd skólans er Sjávarútvegsskóli Síldarvinnslunnar sem var sambærilegt tilraunaverkefni sem efnt var til í fyrra. Reyndist það verkefni vel og því við hæfi að skólinn færi út kvíarnar í sumar og fari sem víðast.

Skólinn er samvinnuverkefni fimm aðila. Þeir sem að skólanum koma eru sammála um að mikið vanti upp á í kennslu á sjávarútvegstengdu námi á unglingastigi grunnskóla. Hér forðum fengu unglingar gjarnan þekkingu sína um sjávarútveg með atvinnuþátttöku sinni en nú hafa tímarnir breyst og unglingar starfa ekki jafn mikið við sjávarútveg og áður. Er því hlutverk skólans að fræða unglingana um mikilvægi sjávarútvegs og kynna þau tækifæri sem í honum finnast. – Nemendum Vinnuskólans býðst að sækja skólann á launum í stað hefðbundinnar vinnuviku í Vinnuskólanum.

Kennt verður í Neskaupstað, á Eskifirði og á Fáskrúðsfirði. Nemendum frá Reyðarfirði gefst tækifæri til að sækja kennslu á Eskifirði og nemendur frá Stöðvarfirði eiga kost á að sækja kennslu á Fáskrúðsfirði. Kennt verður í þrjár klukkustundir starfsdagana nema föstudag þar sem kennt verður í 8 klukkustundir (samtals 20 klst). Á föstudögum er farið á milli byggðarkjarna og hin ýmsu fyrirtæki sem tengjast sjávarútveginum heimsótt.

Í skólanum verður fjallað um fiskveiðar, fiskvinnslu, sjávarútveg á Íslandi, gæða- og markaðsmál og stoðgreinar sjávarútvegsins. Eins verður fjallað um fjölbreytileika þegar kemur að náms- og starfsmöguleikum og tækifæri framtíðarinnar. – Allir sem fæddir eru árið 2000 eru hvattir til að sækja skólann í sumar. Segir m.a. á vefsvæði Fjarðabyggðar.


Tengdar greinar

Sligandi bryggjugjöld fyrir gamlingja

Þarna var hann gamli maðurinn að bjástra við að koma bátnum sínum upp á land. Hann notaði háan bíl á

Kartöfluræktun í Fáskrúðsfirði

Ræktun grænmetis býður upp á holla og góða hreyfingu og getur sparað í heimilishaldinu, þegar vel lætur. – Á hverju

ENDURREISUM HEILBRIGÐISKERFIÐ

Kári Stefánsson hefur farið af stað með undirskriftarlista, þar sem skorað er á Alþingi að auka framlög til reksturs heilbrigðiskerfisins.

Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!