Skattaundanskot og skortur á framkvæmdafé

Skattaundanskot og skortur á framkvæmdafé

Sævar Finnbogason skrifar á Facebook síðu sína hugleiðingar í tilefnið viðtals Morgunblaðsins Við Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra um vegamál þar lætur Bjarni Benediktsson hafa eftir sér að án gjaldtöku bíði stærri framkvæmdir, -og á hann þar við að sérstök gjaldtaka þurfi að koma til svo að stærri framkvæmdum verði, Sjá hér.

Við höfum fengið leiðréttingu frá Sævari Finnbogasyni við skrif hans frá því í gær, fyrst er hér leiðréttingin og eldri skrifin þar fyrir neðan:

Sævar segir: „Skattamál eru flókin. Í upprunalegri færslu byggi ég á grein þingmanns og fyrrverandi fjármálaráðherra þegar ég segi að lagðar hafi verið á 15 milljarða kröfur vegna 89 mála sem tengjast Panamaskjölunum. Hið rétta er að í þeim málum “nema vanframtaldir undandregnir skattstofnar alls um 15 milljörðum kr.” samkvæmt svari fjármálaráðherra (sjá tengla í athugasemdum).
Það þýðir að sjálfar kröfurnar vegna málanna nema sennilega 3 til 6 milljörðum, er mér sagt. Það eru samt auðvitað miklir peningar. Ef við miðum við 4 milljarða gerir þetta um 45 milljónir vegna hvers máls að meðaltali. Með öllum fyrirvörum um meðaltalsreikninga* (45×585) gerir þetta þá 26,3 milljarða.
Það jafngildir engu að síður öllu fé sem varið var til vegamála árið 2016 (rekstur, viðhald og framkvæmdir). Eða t.d. dygði til að greiða bæði gerð Dýrafjarðarganga og tvöföldun Hvalfjarðargangna.

Það sem ég vildi gera með færslunni er að minna okkur og ráðherra á mikilvægi þess að taka á vandanum við skattaskjólin. Það er bæði óréttlátt og mikill skaði að fjármunirnir skila sér ekki í ríkiskassann með þessum hætti og það verður til þess að enn harðar þarf að ganga fram í skattheimtu (eða gjaldtöku eins og Bjarni er að leggja til) á venjulegt launafólk sem hefur ekki sömu tækifærin til að víkja sér undan.

Munum að Panamaskjölin komu frá einni lögfræðistofu, Mossack-Fonseca sem svo “óheppilega” vildi til að Landsbankinn var í samstarfi við. Hvað hinir bankarnir gerðu veit maður ekki.“

Upprunaleg færsla Sævars:

„Bæði þáverandi forsætisráðherra og fjármálaráðherra Íslands komu við sögu í Panamaskjölunum. Skattrannsóknarstjóri hefur nú lokið rannsókn í 89 málum (af 585) úr Panamaskjölunum og lagðar hafa verið á 15 milljarða kröfur vegna þeirra. Ef við deilum fimmtán þúsund milljónum í áttatíu og níu fáum við út hundrað sextíu og átta og hálfa milljón króna. Það er meðal skattaundaskot hins íslenskra Panamafélags.*

Ef við margföldum meðaltalið með heildarfjölda málana til að gera okkur einhvera grein fyrir því hver heildarundanskotin gætu verið fáum við út nítíu og átta þúsund fimmhundruð og sjötíu og tvær (og hálfa) milljónir (98.572.500.000 krónur). Köllum það hundrað milljarða.

Setjum þetta í samhengi: Fjármálaráðherra vill taka upp vegatolla vegna þess að ríkið skortir skattfé til að framkvæma. En fyrir þá 100 milljarða sem kynnu að innheimtast vegna Panamaskjalanna (sem er auðvitað bara kurteislegri leið til að segja “fyrir þá fjármuni sem Panamafólkið hefur skotið undan skatti”) væri hægt að fara í allskonar vegaframkvæmdir á nokkurrar viðbótar skattheimtu. Þetta er til að mynda ferfalt framlag ríkisins til vegamála árið 2016 — sem var 22 milljarðar og inn í þeirri tölu er allt viðhald, rekstur og allar framkvæmdir.

Til að gera þetta enn áþreifanlegra skulum við taka dæmi um einstaka framkvæmdir: Lægsta boð í gerð Dýrafjarðargangna var tæpir 9 milljarðar. Tvöföldun Hvalfjarðargangna er talin kosta 13,5 milljarða. Lagning Sundabrautar, innri leið, er talin kosta 40 milljarða. Allt þetta mætti auðveldlega framkvæma fyrir skattaundskot Panamafólksins og við ættum hellings afgang, vel yfir þrjátíu milljarða.** Það jafngildir nærri því öllum almennum lyflækningum, hjúkrun, slysamóttöku, endurhæfingu og nauðsynlegri stoðdeildarþjónustu sem veitt er á sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum um allt land í fjögur ár.***

* Auðvitað eru svona meðaltalaútreikningar vafasamir. Við vitum í sjálfu sér lítið um hvernig þessi mál sem skattrannsóknarstjóri rannsakar líta út í heildina, forgangsröðun mála og þessháttar.
** Þessar tölur eru fengnar úr fréttum í fjölmiðlum og kunna því að vera eitthvað ónákvæmar, sérstaklega varðandi Sundabraut, sem er höfð eftir Jóni Gunnarssyni í Silfrinu.
*** Þessar upphæðir byggja á tölum úr grein Oddnýjar Harðardóttur fyrir nokkru.“


Tengdar greinar

Hvað er hér fyrir mig?

….hugsar ferðamaður á leið sinni um þjóðveginn. Hann er staddur á gatnamótum Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar á leið sinni norður hringveginn

Ályktun miðstjórnar ASÍ um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2019

„Miðstjórn Alþýðusambands Íslands mótmælir harðlega þeirri stefnu sem endurspeglast með skýrum hætti í breytingartillögu meirihluta fjárlaganefndar við frumvarp til fjárlaga

Fjarðabyggð – Ofvirkur eftirlitsiðnaður

Hér fara á eftir, til gagns og gamans, nokkur góð ráð fyrir þá sem eru hundeltir af eftirlitsiðnaðinum í Fjarðabyggð:

Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!