Strætisvagnar Austurlands

Strætisvagnar Austurlands

Strætisvagnar Austurlands (SVAust) hefja formlega göngu sína í dag. Þar með er brotið blað í sögu Austurlands en um er að ræða fyrsta heildstæða almenningssamgöngukerfið sem þjónar landshlutanum í heild sinni.

Ný gjaldskrá
Með SVAust tekur gildi ný gjaldskrá sem byggir á gjaldsvæðum. Hvert gjaldsvæði spannar 15 km og tekur almennt fargjald mið af þeim fjölda gjaldssvæða sem ferðast er um.

Lífeyrisþegar og öryrkjar greiða þó aðeins fyrir eitt gjaldsvæði óháð vegalengd og framhaldsskólanemar njóta einnig þeirra fríðinda gegna framvísun framhaldsskólakorts SVAust. Börn búsett í Fjarðabyggð á grunnskólaaldri fá frítt í strætó, þar sem sveitarfélagið niðurgreiðir þær ferðir með grunnskólakorti og sérstakur gjaldflokkur fyrir stórnotendur veitir fyrirtækjum og stofnunum afsláttarkjör vegna ferða starfsfólks til og frá vinnu. Þá veita almenn mánaðarkort ótakmarkaðan aðgang að SVAust án tillits til vegalengdar og með stigvaxandi afslætti frá almennu fargjaldi allt eftir því hvort kort er til eins, þriggja, sex, níu eða tólf mánaða.” Sjá nánar á vefsvæði Fjarðabyggðar.


Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!