Tvisvar verður gamall maður barn – Eldri borgarar á Stöðvarfirði

Tvisvar verður gamall maður barn – Eldri borgarar á Stöðvarfirði

Félag eldri borgara á Stöðvarfirði hefur fengið gamla leikskólahúsið á Stöðvarfirði til afnota. Að sögn fellur það mun betur að starfsemi félagsins en núverandi aðstaða.

“Þjónustusamningur um afnot félagsins af gamla leikskólahúsinu var nýlega undirritaður, en með sameiningu leikskólans og Grunnskólans á Stöðvarfirði losnaði sem kunnugt er um húsnæði leikskólans Balaborgar.

Félagið tekur að sér umsjón með rekstri húsnæðisins, en markmið samningsins er að skapa félagsstarfi aldraðra á Stöðvarfirði góða umgjörð, sem eflt getur starfsemi félagsins og stuðlað að auknum lífsgæðum eldri Stöðfirðinga.” – Þetta kemur fram á vefsvæði Fjarðabyggðar.


Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!