Um hvað er kosið í Fjarðabyggð?

Um hvað er kosið í Fjarðabyggð?
Tvo bíla þurfti til að koma bátnum upp á kambinn.

Sameiginlegt átak. – Tvo bíla þurfti til að koma bátnum upp á kambinn.

Í bæjarstjórn Fjarðabyggðar eru öll dýrin í skóginum vinir. Áherslumun mátti þó greina í aðdraganda kosninga þegar Fjarðalistinn vildi bókun um eitt og sama gjald í Strætó, hvort sem ferðast væri frá Stöðvarfirði til Norðfjarðar, eða innanbæjar á Reyðarfirði. – Þetta hafði Fjarðalistinn reifað fyrr á kjörtímabilinu, en málefnið fékk ekki hljómgrunn meðal hinna flokkanna í bæjarstjórn. Við sameiningu Sveitarfélaganna hér á svæðinu hefur flest öll verslun og þjónusta hörfað inn að miðkjarna, sem er Reyðarfjörður. – Eitt gjaldsvæði, í einu og sama bæjarfélaginu, Fjarðabyggð, er sanngirnismál í ljósi þess að sameiningin hefur gjörbreytt öllu umhverfi, hvað varðar þjónustu og verslun.

Að versla í bakaríinu, heimsækja bankann, apótekið, bæjarskrifstofuna og/eða koma við í byggingavöruverslun

Allt er þetta einungis á Reyðarfirði eftir sameiningu. Íbúar finna fyrir auknum útgjöldum í ferðakostnaði, hvort sem ferðast er með einkabíl eða strætisvagni. – Dæmi um valkost fyrir bíllausan fáskrúðsfirðing er Strætó klukkan 15:00 við Skrúð, Fáskrúðsfirði. Hann er klukkan 15:22 við Molann, Reyðarfirði. – Hann hefur tæpan klukkutíma til að erinda, þar sem næsta ferð suður á firði er 16:19 frá Molanum. – Einum og hálfum tíma eftir að ferðin hófst, er sá bíllausi kominn aftur á Fáskrúðsfjörð með Strætó.

Ég er sammála Lúðvík Geirssyni Fjarðalista, um að koma á einhvers konar “öldungaráði” með tillögurétti, í hverjum bæjarkjarna. Jaðar byggðarlögin þarfnast nærvöktunar, annars verða þau útundan, gleymast og drabbast niður.

Ég er sáttur við að Sjálfstæðisflokkurinn í Fjarðabyggð ætlar að lækka fasteignagjöld eldri borgara um 20 prósent. Vestmannaeyingar gera þó betur við sína gamlingja og afnema með öllu fasteignagjöld á þann hóp.

Framsóknarflokkurinn segir m.a.: “Fjöregg Fjarðabyggðar eru hafnirnar og starfsemi þeirra. Byggja þarf áfram upp aðstöðu fyrir hafnsækna starfsemi í sveitarfélaginu og þarf sérstaklega að gæta að jaðarbyggðum sveitarfélagsins í slíkri uppbyggingu.”

Hér að ofan er auðvitað fátt eitt upptalið sem er á stefnuskrá flokkanna. Stefnumálin má kynna sér á heimasíðum þeirra, sjá hér fyrir neðan:

Fjarðalistinn
Framsóknarflokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn


Tengdar greinar

Dýrt að fiska sér í soðið í Fjarðabyggð

Það kostar trillukarl minnst 85.255 krónur á ári að vera með lítið trilluhorn bundið við bryggju í Fjarðabyggð. Margir eldri

Pétursnefndin alræmda

Pétursnefndin, kennd við þingmanninn Pétur H. Blöndal, er komin undan feldi og standa vonir til að hagur krabbameinssjúklinga fari að

Rúsínurnar níu mánuði fram yfir “Best fyrir” dagsetningu

Kannski eru rúsínur í góðu lagi þótt þær fari eitthvað fram yfir “Best fyrir” dagsetningu í matvöruverslun, en það verður

Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!

Skrifa athugasemd

E-mailð þitt verður ekki birt.
Nauðsynlegir reitir eru merktir með **