Umræða um náttúrupassa á villigötum – Viðskiptaráð Íslands

Umræða um náttúrupassa á villigötum – Viðskiptaráð Íslands

SONY DSCViðskiptaráð Íslands segir uppbyggingu ferðamannastaða i boði skattgreiðenda þar sem stjórnvöld hafi ákveðið að falla frá upptöku náttúrupassa. Þá segir á vefsvæði ráðsins: “Þess í stað stendur til að fjármagna uppbyggingu og viðhald ferðamannastaða með fjárframlögum úr ríkissjóði. Því er ljóst að kostnaður vegna aukins átroðnings á helstu ferðamannastöðum verður borinn af skattgreiðendum í stað þeirra sem njóta þjónustunnar. Afleiðingar þess verða óhjákvæmilega hærri álögur eða skert þjónusta í öðrum málaflokkum.” Segir á vefsvæði Viðskiptaráðs Íslands.

Það ánægjulega við þetta allt er að ríkissjóður hefur góð efni á að byggja upp ferðamannastaði okkar með þeim sköttum og gjöldum sem nú þegar fást af greininni. – Það sem viðskiptaráð skautar rækilega framhjá er sú staðreynd að ferðamannaiðnaðurinn er tekjuhæsta útflutningsgreinin okkar í dag, með 275 milljarða árstekjur og á að vera fullkomlega í stakk búinn að kosta eigin uppbyggingu án þess að íþyngja okkur þegnunum með auka- sköttum og gjöldum. – Óskiljanlegur er sá málflutningur Viðskiptaráðs Íslands að nefna skerta þjónustu og auknar álögur í öðrum málaflokkum ef svokallaður náttúrupassi verði ekki að veruleika.


Tengdar greinar

Frisbígólfvöllur á fjölskyldu-og útivistarsvæði Fáskrúðsfjarðar

Lögð hefur verið fram teikning starfshóps um fjölskyldu- og útivistarsvæði á Fáskrúðsfirði af staðsetningu og legu frispígolfvallar við íþróttasvæðið og

Rappað yfir SMS skilaboða skrifurum

Það að semja sms texta í akstri er sagt vafasamt athæfi, engu betra en að aka drukkinn eða undir áhrifum

Veglegir afslættir hjá Rúmfatalagernum

Í nýjasta vörubæklingi Rúmfatalagersins er auglýstur forláta tungusófi með 100 þúsund króna afslætti, og annar sófi með 60 þúsund króna

Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!