Verðlagning hjá Samkaupum, strax

Verðlagning hjá Samkaupum, strax

Íbúar í Þórshöfn á Langanesi eru felmtri slegnir og einhverjar fjölskyldur hyggjast flýja staðinn, þar sem verð á matvöru og öðrum nauðsynjum þykir útúr korti hjá versluninni Samkaup á staðnum. – Þetta kom fram í fréttum hjá RÚV í kvöld.

Hér í Fjarðabyggð er þetta svipað. Samkaup þykir of dýr verslun, þeir íbúar sem eiga farartæki, keyra upp á Egilsstaði, í Bónus eða Nettó eða inn á Reyðarfjörð í Krónuna, þegar um stærri matarinnkaup er að ræða.

Vonandi er að forráðamenn Samkaupa endurskoði verðlagningu í verslununum svo íbúar sjái sér fært að gera innkaup sín í heimabyggð, öllum til hagsbóta.


Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!