Einnota eldavélar frá Zanussi

Að gefnu tilefni skorum við á þá sem hyggjast kaupa heimilistæki að kanna hjá söluaðila hvort boðið sé upp á viðgerðarþjónustu og hvort algengustu varahlutir séu til á lager og hvað þeir kosti ef á þarf að halda.
Við eigum nokkra ára Zanussi eldavél. Á síðasta ári splundraðist ytra glerið á bakarofninum án sýnilegra orsaka. Ný búið var að kveikja á honum og þá heyrðist hvellur og ofnglerið splundraðist yfir eldhúsgólfið.
Haft var samband við Rafha sem er umboðs- og þjónustuaðili, til að fá nýtt gler, glerið var ekki til á lager, en hjálpsamur afgreiðslumaður tók niður nafn og heimilisfang okkar og sagðist vilja athuga málið.
Nokkum vikum síðar hringdi þjónustuaðilinn og sagði glerið komið til landsins. – Verð fyrir það skyldi vera 46 þúsund krónur. – Á þessum tíma fékkst sambærileg ný eldavél frá 55 þúsundum og allt upp í 90 þúsund krónur, ef um vél með blástursofni var að ræða.
Tengdar greinar
Umsagnir vegnar Fiskeldi Austfjarða á allt að 20.800 tonn í Beru- og Fáskrúðsfirði
Bæjarráð 7. janúar 2019: „Lögð fram umsögn, vegna beiðni Matvælastofnunar, um allt að 20.800 tonna framleiðslu Fiskeldis Austfjarða á laxi
Loksins hætti að rigna
Fallegt veður í dag á Fáskrúðsfirði. Sólin sást í fjallatoppum yfir miðjan daginn, nú er sá árstími að hún er
Áskorun til Guðna Th. Jóhannessonar um að skrifa ekki undir ráðningu dómara
Í áskorun segir: “Alþingi samþykkti skipun 15 dómara gegn ráðlagningu fagnefndar í einni atkvæðagreiðslu, en dómara skal þingið samþykkja hvern