Einnota eldavélar frá Zanussi

Að gefnu tilefni skorum við á þá sem hyggjast kaupa heimilistæki að kanna hjá söluaðila hvort boðið sé upp á viðgerðarþjónustu og hvort algengustu varahlutir séu til á lager og hvað þeir kosti ef á þarf að halda.
Við eigum nokkra ára Zanussi eldavél. Á síðasta ári splundraðist ytra glerið á bakarofninum án sýnilegra orsaka. Ný búið var að kveikja á honum og þá heyrðist hvellur og ofnglerið splundraðist yfir eldhúsgólfið.
Haft var samband við Rafha sem er umboðs- og þjónustuaðili, til að fá nýtt gler, glerið var ekki til á lager, en hjálpsamur afgreiðslumaður tók niður nafn og heimilisfang okkar og sagðist vilja athuga málið.
Nokkum vikum síðar hringdi þjónustuaðilinn og sagði glerið komið til landsins. – Verð fyrir það skyldi vera 46 þúsund krónur. – Á þessum tíma fékkst sambærileg ný eldavél frá 55 þúsundum og allt upp í 90 þúsund krónur, ef um vél með blástursofni var að ræða.
Tengdar greinar
Inga Sædal, Flokki fólksins ræðir um fjárlagafrumvarpið – Myndband og texti
Hún Inga Sædal er skeleggur talsmaður fátæka fólksins. Afbragðs góð ræða um misrétti og ranga forgangsröðun í þjófélaginu. Inga Sæland
Hækka þarf lægstu laun
300 þúsund króna lágmarkslaun ásamt hækkuðum skattleysismörkum er sanngjörn krafa í komandi samningum. – Það er ekki boðlegt í siðuðu
Fría bókhaldsforritið Manager…..
..sem við hjá Aust.is höfum dundað okkur við að þýða yfir á íslensku, hefur verið þýtt að fullu yfir á;